Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Blaðsíða 256
254
Ritdómar
(29) a. allt að einu (ÓT I, 155; Klm 245; Egla, 56.k.; Stj, 501; Heil I, 335; Pst, 8)
b. að nýju (ÓT II, 306, 309; FN II, 22; GÞ o.v.)
= af nýju (Hsb, 236; Sv, 9; Eirsp, 236; ÓT II, 309, 327 o.v.)
= á nýja leik (Mork, 22; Klm, 410, 453 o.v.)
(> á ný / upp á nýtt (17.öld.)
c. brenna að ösku (Reyk I, 93 o.v.)
> til ösku
d. að áheyranda e-m (ÓTOdd, 32);
að öllum áheyrandum (Klm 74)
e. verða fyrri að bragði (Mork 174 o.v.)
f. vera vel að sér búinn (SE, 70; Klm, 393; Gibb, 3; Ect, 82 o.v.)
(sbr. vel at sér (g0rr) (ONP 1:662)
g. e-8 ber at/til (Þiðr II, 114, 119; Pst, 253; o. v.), sbr. atburður
Hér er þó vissulega um álitamál að ræða og sum ofangreindra sambanda eiga vísast
heima undir stofnorðunum (bragð, bera, brenna, nýr).
Loks má nefna að undir I. +dat. D (div.) 3 (ONP 1:662) er að finna dæmið þat er
gott ath rifvia sulla þar sem ath stendur sem nafnháttarmerki en ekki forsetning.
1.4 Lýsing atviksorða
Lýsing atviksorða virðist yfirleitt hafa tekist vel til í ONP. Þannig er merkingarskil-
greining atviksorðsins afleiðis nákvæm og rétt og notkunardæmin eru til þess fallin að
draga upp skýra og rétta mynd af nokun þess. Sama á reyndar við um fjölmörg önn-
ur atviksorð sem lýst er í ONP, t.d. aflendis, ágœtliga og ár.
I nokkrum tilvikum er lýsing atviksorða þó ekki sannfærandi í ONP. Við lýsingu
atviksorðsins aptr er t.d. gert ráð fyrir 10 jafnréttháum merkingarflokkum en gallarnir
við þetta verklag eru tvenns konar. í fyrsta lagi má draga tilvist sumra merkingar-
flokkanna í efa, t.d. 2 (i forb. med at se og hpre) bagud, bagved // ..., en þessum
flokki svipar mjög til fyrsta flokks (hlaupa afturfyrir sig; skreiðast aftur afhestinum
...) og 6) (om tid) tilbage // sem að mínu mati vísar ekki til tíma heldur stefnu. Af-
leiðing nákvæmrar eða rækilegrar merkingarflokkunar er einnig sú að „sömu orða-
sambönd" lenda í mismunandi flokkum eftir því hvort þau vísa til hreyfingar eða kyrr-
stöðu, t.d. aptr ok fram,fram ok aptr (3 og 4; ONP 1:504—505).
Segja má að ágallar sem þessir séu ekki alvarlegs eðlis en hitt er verra að hvergi
kemur fram að atviksorðið aptr gegnir tvenns konar hlutverki, annars vegar vísar það
til stefnu (‘til baka’, sbr. e. back; þ. zuriick; d. til bage) og hins vegar til tíma (‘öðru
sinni’, sbr. e. again; þ. nochmals; d. igerí). Þessi munur er reyndar ekki einungis merk-
ingarlegur heldur einnig setningafræðilegur, eins og nefnt hefur verið (sjá (9)), en það
er einungis aftur í stefnumerkingunni sem getur myndað eina heild með forsetning-
um, en reyndar býsna mörgum:
(30) aftur að, aftur af, aftur á (sbr. hann lá aptr á saxit (þf.; Rómv 195), Sigurðr sat
aptr á kistunni (þgf.; Hkr III, 299; Fris, 323), aftur á bak, aftur á móti, aftur frá,
aftur fyrir, aftur í (þf./þgf.), aftur til, aftur um, aftur undan, aftur undir, aftur úr