Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Blaðsíða 263
Ritdómar
261
Eðlilegt virðist að telja að svörfun merki hér ‘þrengingar’ (sbr. það sverfur að e-m) og
merkir málshátturinn þá ‘hver er sjálfum sér næstur, hugsar (aðeins) um sig er í harð-
bakkann slær’. í framhaldi af því virðist mér sambandiðþegarfram ekur merkja ‘þeg-
ar fram vindur’ (og að því kemur að taka þarf ákvörðun) — þá hugsar hver um sig af
þvf að enginn er foringinn. Telja má að best sé að ganga sem skemmst ef giska þarf á
merkingu, halda sig sem næst beinni merkingu. Mín skýring víkur augljóslega
skemmra frá beinu merkingunni en skýringin í ONP.
3.3 Einstök atriði sem varða sagnir og sagnasambönd
Eins og áður var vikið að er naumast svigrúm til að fjalla um einstök atriði í ritdómi
sem þessum enda gæfi það naumast sanngjama mynd af verkinu. Með þeim fyrirvara
að mér virðist heildarlýsing sagnorða í ONP í stórum dráttum traust skal þó staldrað
við nokkur atriði sem kunna að orka tvímælis.
Undir uppflettiorðinu bann (ONP 2:15 o.áfr.) er fjallað um ýmis orðasambönd,
rn.a. leggja bann álfyrir e-ð/afe-u, setja bann fyrir e-ð og leggja bann við e-m. Lýs-
ing þessi er ekki alls kostar rétt, m. a. er síðasta orðasambandið misskilið (< leggja
e-m bann við (e-u j). — í fomu máli er að finna þrjú munstur eða ferli með stofnorðinu
bann (einnig nei) þar sem merking ræðst af því ferli sem forsetningarliður myndar:
(36) a. leggja bann fyrir e-n/e-ð (‘hreyfmg’)
b. bann liggur við e-u (‘gagnvart’ > ‘á móti’)
c. leggja bann á e-ð ('hreyfing’)
011 þrjú munstrin eiga sér hliðstæður í fomu mál en hér skal aðeins vikið stuttlega að
tveimur fyrstu:
(37) a. hann lagði farbann fyrir skip öll (Fris, 363)
b. hann lagði bann fyrir að þeir berðist þar í hans ríki (Gunnl, 12. k.)
c. Setr þvert nei fyrir málstaðinn (Klm, 522)
d. En hann setur þvert nei fyrir (Clár 9 (mið 14. öld))
e. setti hann þar nei fyrir að taka þann vanda (Æv, 25)
f. en Ingi konungur setti þar fyrir þvert nei (Flat III, 341; Eirsp, 477)
g. því að Þyri setti þvert nei fyrir, að (Flat, 413)
h. eg set þvert bann fyrir að (FN II, 215)
(38) a. Þar sem hann lagði bann við að hann skyldi með engu móti fá
(Mork, 66; Flat IV, 65)
b. kórsbræður lögðu bann við hverjum manni (Fris, 400) (= ‘lögðu hverjum
manni bann við (því)’)
I fyrra tilvikinu (dæmunum í (37)) vísa orðasamböndin til hreyfingar, bannle-ð er lagt
fyrir e-n/e-ð, en í síðara tilvikinu (dæmin í (38)) er um að ræða merkinguna ‘gegn,
ntoti’, e-m er lagt bann við e-u, og andlag forsetningarinnar er aldrei lifandi vera. Það
er með öðrum orðum hægt að leggja bann við e-u en ekki *bann við e-m. Þessi nið-