Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Blaðsíða 132
130
Katrín Axelsdóttir
Tafla 12: framhald
EINTALA FLEIRTALA
KK. KVK. HK. KK. KVK. HK.
ÞGF. okkar 3, okkar 1 okkar 1 okkar 1
okkrum 2
ykkrum 1 ykkru 1 ykkrum l.ykkar 1 ykkar 1
yðrum 32, yfiar 18, yöar 26, yðru 16 yOar 58, yöar 24, yöar 43, yðrum 1
yðar 17 yðvari 10 yðrum 45 yðrum 10, yövar 1
EF. okkar 1 okkar 1 okkar 1
ykkar 1 yðars 30, yöar 5, yðvarar 2, yðars 11, yðvars 4, yðra 22, yðvara 11, yðvara 14, yöar 7, yðvara 1
yðvars 15, yöar 9 yðrar 2 yöar 2 yöar 7, yðara 2 yðra 6, yðvarra 2, yðara 1, yðvarar 1
Tafla 12 sýnir nokkuð miklar breytingar frá töflu 10 (Nýja testamenti
Odds). Það sem kallað var þriðja stig breytingarinnar, þ.e. hvarf
beygðra mynda í þgf.ft., heldur hér áfram og nýmyndir eru nú í meiri-
hluta. Nýmyndir í þf.kvk.et., þgf.hk.et., þf.kk.ft. og þf.kvk.ft. voru
hlutfallslega fáar í Nýja testamenti Odds en nú eru þær í miklum
meirihluta. Athyglisvert er að nf. og þf. kvk.ft. virðast ekki vera sam-
stiga í þessari þróun. Þolfallið virðist mun móttækilegra fyrir breyt-
ingunni ef marka má tölumar. Þetta misræmi sést einnig í töflu 10 en
þar em dæmin þó færri.33
í töflu 12 koma fyrir nýmyndir á mörgum stöðum þar sem aðeins
vom beygðar myndir í Nýja testamenti Odds. Þróunin er hröð og vart
hægt að greina nokkur stig í henni lengur. Ef.et.kk. og hk. og nf. og
þf.hk.et. hafa þó fáar nýmyndir á móti beygðum. Þetta er engin til-
viljun því eins og vikið verður að síðar haldast beygðar myndir þar
lengi.
Guðbrandur biskup tók þýðingu Odds nær óbreytta í biblíu sína.
Hann breytti þó ýmsu smálegu og þess vegna er hér höfð sérstök tafla
yfir dæmin í Nýja testamenti Guðbrandsbiblíu, tafla 13.
33 Skýringu á þessu misræmi hef ég ekki á reiðum höndum því að nf. og þf.kvk.ft.
hafa alltaf samhljóða myndir og það á ekki aðeins við um fomafnabeyginguna held-
ur einnig nafnorða- og lýsingarorðabeyginguna. Ef til vill eru dæmin um eignar-
fomöfn í nefnifalli ekki nógu mörg.