Íslenzk tunga - 01.01.1960, Síða 9
HALLDÓR HALLDÓRSSON
Hringtöfrar í íslenzkum orðtökmn
i
Bæði í fornu máli og nýju tíðkast nokkur orðtök eða orðtakaaf-
brigði, sem fyrir kemur í orðið baugur. Þessi orðtök eru torræð.
Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til þess að skýra uppruna þeirra,
en engin skýringin hefir hlotið almenna viðurkenningu fræðimanna.
í þessari grein mun ég freista að gera orðtökum þessum nokkur skil
og leitast við að rekja uppruna þeirra.
Fyrst mun ég rekja helztu heimildir um orðtökin í fornritum.
í Ólafs sögu helga í Heimskringlu kemur fyrir orðtakið eiga þann
á baugi í merkingunni ,eiga þess kost‘:1
„Nú mun ek,“ segir hann, „þann eiga á baugi at láta þann
verða fund okkarn jarls, er um skipti með oss, en þann kost
annan at fara lengra á brot ok þannug, er ekki sé hans vald
yfir.“
Svipað orðasamband, eiga slíkan á baugi, kemur fyrir í sumum
handritum Njálu (Káljalœkjarbók og Bœjarbók) :2
þú munt slíkan á baugi eiga brátt.
í þessu dæmi úr Njálu er átt við ,að eiga illan kost (o: dauða) í
vændum1.
Þá rekumst við einnig í fornritum á orðasambandið sá er á baugi.
Fyrra dæmið, sem ég tek, er úr Sturlungu:s
1 íslenzk fornrit, XXVII (Reykjavík 1945), 164; sbr. einnig Den store saga
om Olav den hellige (Oslo 1941), 238.
2 íslenzlc jornrit, XII (1954), 101.
3 Sturlunga saga (útg. Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og Kristján
Eldjárn; Reykjavík 1946), II, 186.