Íslenzk tunga - 01.01.1960, Síða 12
10
HALLDÓR HALLDÓRSSON
juramento“). Rök hans eru fyrst og fremst fólgin í orðinu baugeiðr,
sem hann tilgreinir næst á undan orðtakinu, og orðtakinu etja á baug,
sem virðist vera svipaðrar merkingar og aka á bug, þ. e. ,knýja til
hinzta athvarfs' („ad extremum refugium . . . adigere“), því að orðin
„sev juramentum“ (,eða eiðs‘) eru vafalaust skýringartilraun Guð-
mundar á því orðasambandi. Um orðtakið etja á baug hefi ég enga
aðra heimild fundið en þessa. Sennilegast virðist mér, að baug sé hér
afbökun úr bug. Þess má sjá önnur dæmi, að ruglað hefir verið
saman orðunum bugur og baugur í orðtökum (sbr. bls. 12 og 27
hér á eftir). Óneitanlega styðst þó skýring Guðmundar við þá menn-
ingarsögulegu staðreynd, að eiðar voru svarnir við baug, eins og
síðar verður vikið að. En harla ólíklegt er, að sagt hafi verið, að það
mál væri á baugi, sem um var svarið.
í orðasafninu við latnesku þýðinguna á Njálu frá 1809 keinur Jón
Johnsonius fram með þrjár tilgátur um uppruna orðtaksins, og er
margt af því, sem hann hefir til málanna að leggja, mjög athyglis-
vert. Að minni hyggju leikur enginn vafi á því, að hann hefir rétt
fyrir sér, þegar hann segir, að baugr virðist tákna ,hlutskipti, örlög'
(„significare videtur sortem 1. fatum“), hver svo sem upprunamerk-
ingin er. Skulu nú raktar skýringartilraunir Jóns Johnsoniusar:
a) Johnsonius telur ekki fráleitt, að orðtakið sé dregið af ham-
ingjuhjólinu eða hring hamingjuhjólsins. Honum farast svo orð:13
Non absurdé prorsus conjiceretur, ductam esse hanc locu-
tionem a rota siue circulo rotae, cui Fortuna jingitur insistens,
ad indicandam hujus volubililatem & inc.onstantiam.
Hugsunin, sem að baki liggur skýringunni, er áreiðanlega mjög
nærri sanni, þ. e. að baugr tákni hlut, sem menn hafa trúað, að
ákvæði um hlutskipti manna eða örlög. Ef gert er ráð fyrir, að orð-
takið sé yngra en íslandsbyggð og komi ekki fyrir í fyrr greindri
lausavísu Egils Skallagrímssonar (sbr. bls. 8), eru heimildir um
13 Nials-saga. Historia Niali et filiorum, sumptibus P. F. Suhmii et Legati
Arna-Magnæani (Havniæ 1809), 645.