Íslenzk tunga - 01.01.1960, Síða 17
HRINGTÖFRAR í ÍSLENZKUM ORÐTÖKUM
15
um sínum. Af EddukvæSum er það helzt að ráða, að lyklar hafi verið
festir við belti, þótt ekki sé það skýrlega tekið fram. 1 Þrymskviðu
19 segir: leto vnd hanom hrynia Ivcla.2 2 Og í Rígsþulu 23 er Sn0r
kölluð hanginlukla,23 Þessar heimildir segja raunar ekki meira en að
í lyklunum liafi glumið og þeir hafi hangið. En þótt gert sé ráð fyrir,
að lyklarnir hafi verið festir við belti, er engan veginn alls kostar
öruggt, að þeir hafi hangið í hring. Þeir gátu t. d. hangið í festi, og
fleiri aðferðir mátti nota. Gísli Gestsson, safnvörður við Þjóðminja-
safnið, segir mér, að engir lyklahringar haji jundizt hér jrá jornöld
og sama mál gegni um Noreg. Af þessu dregur hann þá ályktun, að
mjög ólíklegt sé, að lyklahringar hafi verið notaðir á þessum slóð-
um, sérstaklega með hliðsjón af því, að tnjög margt lykla hefir
fundizt í fornum gröfum. Væri það einkennileg tilviljun, ef aðeins
þeir lyklar hefðu varðveitzt, sem ekki voru á hring. Hvað sem um
þetta er, ætti þó að vera óhætt að fullyrða, að við vitum ekki, hvort
lyklahringar hafa verið til á þeim svæðum, sem orðtakið er varðveitt
frá, né heldur hverju nafni þeir hafa nefnzt, ef til hafa veriö.
III
Á öllum þeim stöðum, þar sem orðtakiö og afbrigöi þess koma
fyrir í fornum ritum, er fjallað um atburði, sem ætla má, að menn
hafi öðrum fremur talið háða örlögunum. I Heimskringlu er rætt um
úrslitabardaga, í Njálu um dauða, í Sturlungu um bardaga og í
Gríms sögu loðinkinna um kost, sem ræður úrslitum um líf eða
dauða. Mér virðist ekki koma til greina, að þetta sé tilviljun. Baug-
urinn er hér tákn örlaganna, eins og Johnsonius bendir á í orðasafni
sínu við Njálu. En hvernig má þetta vera?
Trú á hringa hefir verið mjög rík víða um lönd. Meðal Grikkja og
Rómverja var mikil trú á hringa,24 en óþarft þykir að fara út í þá
22 Norrœn jornkvœði (útg. Sophus Bugge; Christiania 1867), 126.
23 Sama rit, 144.
24 Sjá Paulys Real-Encyclopádie der classischen Altertumswissenschajt, und-
ir Ring.