Íslenzk tunga - 01.01.1960, Síða 18
16
HALLDÓR HALLDÓRSSON
sálma hér. Hitt skiptir meira ináli, að meðal germanskra þjóða var
trú á töjrahringa mjög almenn. Menn trúðu ekki aðeins á þá sem
verndargripi (,,amulett“), heldur sem virka löfragripi („talis-
man“).25
Þess verður greinilega vart víða, að mikil trú hefir verið á hringum
eða baugum á Norðurlöndum að fornu. Þeir eru þar meira að segja
í nánum tengslum við trúarbrögðin og réttarfarið. Þannig lá hringur
á stalli í hofinu, svo nefndur stallahringr eða baugr. Ein inerkust
heimild um þetta atriði er Eyrbyggja. í henni segir svo:26
Innar af hofinu var hús í þá líking, sern nú er s^nghús í
kirkjum, ok stóð þar stalli á miðju gólfinu sem altari, ok lá
þar á hringr einn mótlauss, tvítpgeyringr, ok skyldi þar at
sverja eiða alla; þann hring skyldi hofgoði hafa á hendi sér
til allra mannfunda.
Enginn vafi leikur á því, að stallahringurinn hefir einnig verið
kallaður baugr, því að eiður, unninn við hinn helga hring, nefndist
baugeiðr, eins og m. a. má sjá í Ilávamálum:27
Bávgeiþ Oðinn
hygg ec, at vnnit hafi;
hvat scal hans trygðom trva?
Sýnt er, að bæði orðin, hringr og baugr, voru notuð í þessum sam-
böndum. I Atlakviðu 30 er talað um að sverja eið at hringi Vllar,-8
í Glámu er lýsing á baugeiði, og þar er notað orðasambandið vinna
2r> Um þetta efni má t. d. fræðast af Hanns Báchtold-Staubli, Handwörter-
buch des deutschen Aberglaubens (Berlin og Leipzig 1927—36), VII, einkum
717—-724. Þar segir m. a. (d. 717):
Die Begabung mit Kráften ist eine zwiefache, sie wirkt einmal bindend
und abwehrend mit Amulettcharakter, sie kann zweitens aber auch
umgekehrt aktiv sein. Daher gibt es solche Rlingle mit besonders
spezialisierter Kraft von gesteigertem Ausmass ... fhre magische Kraft-
begabung wird von der menschlichen Phantasie zu einer Wunderkraft
ausgestaltet; so sind diese magischen Rlingle echte Talismane.
28 /slenzk fornrit, IV (1935), 8.
27 Norrœn fornkvæði, 56.
28 Sama rit, 289.