Íslenzk tunga - 01.01.1960, Síða 20
18
MALLDÓR HALLDÓRSSON
danar xögu Brönujóstra er frásaga af hring, sem gerir kleift að sjá
fyrir, hver dauðdagi mönnum er ætlaður.a(i Og í Þjalar Jóns sögu er
gelið hrings, sem var með mörgum náttúrum, gat t. d. gert eigandann
ósýnilegan og valdið því, að sá, er hafði, mátti eigi farast.37
Sum þessara söguefna kunna að vera af erlendum toga og svo seint
komin til Norðurlanda, að vart er gerandi ráð fyrir, að þau hafi
orðið tilefni orðtaks, sem allar líkur benda til, að sé fjörgamalt, eins
og síðar verður vikið að. En hvað sem því líður, er öruggt, að trú á
töframátt hringa er ævaforn á Norðurlöndum. Má í því sambandi
minna á sagnirnar um Draupni'A8 og Andvaranaut,39 sem báðir
höfðu þá náttúru að ala af sér nýja hringa. Þeir eru því báðir hreinir
töjrahringar.
Einhver merkasta heimildin um forna trú á töfrahringa á Norður-
löndum — og sú, er bezt skýrir tilkomu orðtaksins — er Völundar-
kviða, eins og Guðbrandur Vigfússon réttilega víkur að, þótt lauslega
sé (sbr. bls. 13 hér að framan). Ég skal ekki ræða aldur kvæðisins,
en hins má geta, að fræðimenn eru sammála um, að kvæðið geymi
mjög forn minni. Það kann vel að vera, að kvæðið sé í því formi, sem
við þekkjum það, að einhverju leyti úr lagi fært, og vafalaust eiga
sum efnisatriði þess rætur að rekja til minna, sem eru miklu eldri en
kvæðið i því gervi, sem það hefir varðveitzt í. Það liggur utan við
svið þessarar ritgerðar að kryfja þessi mál til mergjar. Völundar-
kviða, eins og hún hefir geymzt í Eddu, er nægilega ljós til þess, að
enginn þarf að velkjast í vafa um, að hún geymir minni um sterka trú
á töfrahring. Þó er aldrei sagt í kvæðinu berum orðum, hver náttúra
hringsins sé, og það þarf engan veginn að vera, að höfundi kvæðisins
hafi verið það fyllilega ljóst. Við höfum því miður ekki heimildirnar
að þeim söguefnum, sem höfundurinn notaði sem uppistöðu í kvæði
sitt, og getum því ekki fullyrt neitt afdráttarlaust um þetta atriði.
1 7. vísu Völundarkviðu segir frá því, að Völundur á sjö hundruð
36 Sama rit, III, 576—577.
37 Sagan af Þjalar-Jóni (útg. Gunnl. Þórðarson; Reykjavík 1857), 29.
38 Edda Snorra Sturlusonar, I, 176—178.
3n Sama rit, I, 352—356.