Íslenzk tunga - 01.01.1960, Page 21
19
hringtöfrar í íslenzkum orðtökum
hringa, dregna á bast, í TJlfdölum, þegar sendimenn Níðaðar kon-
ungs koma þangað. í 8. vísu er frá því skýrt, að sendimennirnir taka
alla hringana af bastinu og þræða þá alla á það aftur nema einn, sem
þeir hafa á brott með sér. Af þessu er ljóst, að á einhvern hátt hefir
þessi eini hringur skorið sig úr hinum 699. Vitanlega er hugsanlegt,
að við sé átt, að þessi hringur hafi borið af hinum að fegurð. En ein-
kennilegir hringþjófar mega það vera, sem aðeins taka einn hring af
700, ef ekki liggur annað og meira að baki en einhver fegurðarmun-
ur. Samhengi kvæðisins bendir líka í allt aðra átt. Sendimennirnir
hafa ekki hringinn á brott með sér vegna fegurðar eða fjárhagslegs
verðmætis, heldur vegna þess töframáttar, sem hann bjó yfir. Eftir að
hringurinn hefir verið af Völundi tekinn, er gæfa hans á þrotum.
Hann verður „viljalaus" og er hnepptur í fjötra. Hvers vegna var
Völundur ekki fyrst fjötraður og hringur hans síðar tekinn? Einfald-
lega vegna þess, að það var ekki hægt. Hringurinn ■—- þessi eini hring-
ur af 700 —- var trygging fyrir gæfu hans. Völundur átti alltaf kost á
baugi, meðan hans naul við. Grimmdin blossar upp í honum, þegar
hann sér hringinn í annarra vörzlu. I 17. vísu segir svo:40
tenn hanom teygiaz,
er hanom er t£þ sverþ
oc hann Bavdvildar
bávg vm þeccir.
En liaugurinn brotnar, og Böðvildur, dóttir Níðaðar konungs, sem
fengið hafði hringinn af föður sínum, færir hann Völundi til við-
gerðar. Kveðst hann munu bæta „brest á gulli“. Sérstaklega er at-
hyglisvert, að eftir að Völundur hefir heimt hringinn aftur, er hann
ekki framar „viljalaus“. Nú er Níðuður hins vegar „viljalaus“. Völ-
undur hefir fengið vilja sinn og um leið gæfu sína aftur. Honum eru
nú allir vegir færir, þótt hann hafi verið sniðinn nragni sina sinna.
Hann hefur sig á loft og nýtur frelsisins á nýja leik.
í skýringum þeirra Gerings og Sijmons við Sæmundar Eddu er
réttilega tekið fram, að hringurinn í Völundarkviðu sé töfrahringur:
40 Norrœn jornkvœSi, 166.