Íslenzk tunga - 01.01.1960, Qupperneq 24
22
IIALLDÓR HALLDÓRSSON
de genom dessas rörelser bildade ringarne betecknade den
rikdom som skulle tillfalla det första parets efterkommande.
Segja verður, að skýring þessi sé mjög óljós. Það kann vel að vera
— og er raunar sennilegt — að bauger hafi getað táknað auð í forn-
sænsku, eins og samsvarandi orð í íslenzku gat gert. Þetta verður því
ekki á móti skýringunni haft. Hitt er öllu óöruggara, hvað bundit ætti
þá að merkja. Það verður ekki róðið af orðum Schlyters. Ef bauger
merkir ,auður‘, gæti manni helzt dottið í hug, að bundit merkti ,háð‘.
Samkvæmt því væri merking setningarinnar ,allt er auðnum háð‘. I
sjálfu sér væri það ógætt spakmæli, en á illa við það samhengi, sem
það stendur í, því að í þessu tilviki var það ekki auðnum háð, að þau
reistu bú á Gotlandi, og hæpið, að sonafjöldinn færi eftir efnahag.
Mér virðist því skýringin ekki koma til greina, enda hefir hún ekki
fengið byr.
Ake Hohnbáck og Elias Wessén skýra staðinn á þessa lund:48
„Allt ár bundet i ringar (eller: med ringar)“, d. v. s. allt
ár sammanlánkat med vartannat. Sannolikt ár detta ett ord-
spráksliknande talesátt.
Samkvæmt þessu ætti baugum bundit aðeins að merkja ,samtengt‘
og öll setningin ,allt er hvað öðru tengt (háð)‘. Þetta er ekki mjög
fjarri skilningi mínum á staönum. Mér virðist þó á skorta að gera
grein fyrir hlutverki orðsins bauger (baugr) í setningunni, því að
vart er gerandi ráð fyrir, að orðasambandið baugum bundit hafi
fengið almennu merkinguna ,samtengt‘ (,,sammanlánkat“).49 Ef
þessi væri merking setningarinnar, hefði virzt eðlilegra að nota í
stað orðsins bauger orð sem hefði merkt ,saman‘ eða annað ámóta.
En allt um það hygg ég, að skýrendur séu hér á réttri leið, og athuga-
48 Svenska landskapslagar. Fjiirde serien: Skánelagen och Gutalagen (Stock-
holm og Uppsala 1943), 302.
49 Svipaður skilningur er lagður í orðasambandið í jiýzkri þýðingu á Gota-
sögu frá 1401. Þýðingin er varðveitt í Cod. B 65 í Konunglega bókasafninu í
Stokkhólmi. Þar er orðasambandið þýtt svo: Js ist an einander gelenket. Sjá
Ljunggren, 81.