Íslenzk tunga - 01.01.1960, Page 30
28
HALLDÓR HALLDÓRSSON
1) e-ð er á baugi,
2) e-ð er uppi á baugi,
3) e-ð er efst á baugi.
Tvö fyrri afbrigðin telur hann merkja ,e-ð er á döfinni, mikið
(mest) er talað um e-ð‘. Um fyrsta afbrigðið tilgreinir hann ekkert
dæmi, en um annað afbrigðið þetta:50
Fyrir nokkrum árum var það uppi á baugi hér og þá mikið
um það rætt.
Orðabók Háskólans hefir eitt dæmi um sama afbrigði frá svip-
uðum tíma:57
hugsjónir þær er uppi voru á baugi með þjóðinni.
Afbrigðið vera efst á baugi lilgreinir Blöndal í þremur merking-
um:
a) ,vekja mestan áhuga, vera mest rætt‘. Um það tilfærir hann
eftirfarandi dæmi, sem birt er hér nokkru lengra en hjá Blöndal:58
Hvað um hann Vilhelm vorðið er
Hér vestra efst á baugi,
Við ölum flestir einhvern grun —
f>ví ei hann dvelur lengur —:
Að skjaldan til vor skjótast mun
Eins skemtilegur drengur.
Hér er í rauninni um að ræða afbrigðið verða ejst á baugi, sem vel
kann að merkja ,vera mest um rætt‘, eins og Blöndal telur, en gæti
eins merkt ,vera í fréttum4.
b) ,vera efstur, láta mest til sín taka‘. Dæmi:59
eftir því hvaða hugmyndir eru efstar á baugi í meðvitund vorri
í svipinn.
rj0 /ílþingistíðindi 1911, B, 66.
57 Merkir íslendingar, II (Reykjavík 1947), 479. Greinin er frá 1913.
58 Stephan G. Stephansson, Andvölcur, I (Reykjavík 1909), 131.
r,° Guðmundur Finnbogason, Hugur og heimur (Reykjavík 1912), 242.