Íslenzk tunga - 01.01.1960, Side 31
HRINGTÖFRAR í ÍSLENZKUM ORÐTÖKUM
29
c) ,vera það, sem mest er undir komið, það, sem menn hneigjast
helzt að‘. Dæmi:00
Nú er sú stefna efst á baugi, að ábúendur jarða eigi að vera
sj álfseignarbændur.
Ennfremur:81
Hitt hefir jafnan verið efst á baugi meðal íslendinga, að
byggja á Gamla sáttmála og laga kröfurnar eftir þörfum tím-
ans.
Eins og ég hefi áður bent á, er þýðingin ,vera það, sem mest er
undir komið‘ ekki í samræmi við dæmin (sbr. bls. 26 hér að framan).
Afbrigðin e-ð er uppi á baugi og vera ejst á baugi þurfa sérstakrar
athugunar við. Eftir heimildum að dæma virðast þau vera til þess að
gera ung. Orðin uppi og ejst eru án efa síðari tíma viðbætur. Þau
kunna að vera lilkomin fyrir áhrif frá öðrum orðtökum (samruna).
Blöndal tilgreinir orðtökin e-ð verður uppi á teningnum og e-ð verð-
ur ejst á teningnum í merkingunni ,e-ð verður ofan á‘. Svo virðist
sem fyrra afbrigðið sé allgamalt, því að Orðabók Háskólans hefir
dæmi um það frá byrjun 17. aldar:82
Vær skeytum ecke hu0rt vppa verdur Teningenum Lijfed
eda dauden.
Orðabókin hefir einnig dæmi um afbrigðið e-ð hrýtur upp á ten-
inginn frá miðri 18. öld:83
Enn þa Messann ute var,
Annad uppaa Teningenn hraut.
Úr daglegu máli þekki ég afbrigðið e-ð er uppi á teningnum í sömu
merkingu og e-ð er uppi á baugi, þ. e. ,e-ð er á döfinni4. Það er vel
00 Alþingistíðindi 1911, B, 1820.
81 Einar Arnórsson, Réttarstaða íslands (Reykjavík 1913), 14.
82 Psálmur i Davids Psalllara sa XCl_stuttlega yferfaren. Af Sijra Arn-
grijme Ionssyne (tHólumj 1618), B VIII r.
83 Þeirrar Litlu Psalma og Vijsna Bookar Sijdare Parturenn (Hoolum 1757),
D 1 v.