Íslenzk tunga - 01.01.1960, Page 32
30
HALLDÓR HALLDÓRSSON
hugsanlegt, að þessi orðtök, þar sem uppi er eðlilegt miðað við upp-
runalega merkingu, hafi hafl áhrif til breytinga, svo að menn hafi
tekið að segja uppi á baugi í stað á baugi. En engan veginn þarf svo
að vera.
Það er sömuleiðis hugsanlegt, að efst hafi komizt inn í orðtakið úr
orðtakinu vera ejst á borði, sem er samrætt vera ejsl á baugi:Gi
það, sem nú er efst á borði, er bindindismálið.
Orðabók Háskólans hefir ekkert dæmi um þetta orðtak, en eitt um
mjög svipað orðtak:65
fábreyltir og lítiltækir frumbyggjahættir voru ofarlega á borði
í lífi og athöfnum vermannanna í Dritvík.
En merking er ekki hin sama.
Samruni orðtaka er mjög algengt fyrirbæri, sem ég hefi rætt um á
öðrum stað og skal ekki eyða fleiri orðum að hér.66 Mér þykir meira
að segja sennilegra, að orðin uppi og efst í fyrr greindum afbrigðum
baugaorðtakanna séu frernur komin inn sem áherzluorð en við sam-
runa. Orðtök þau, sem ég hefi bent á sem hugsanlega veitendur, virð-
ast ekki hafa verið svo algeng, að eðlilegt sé að gera ráð fyrir áhrif-
um frá þeim.
Merkingarbreyting orðtaksins eða orðtakaafbrigðanna frá forn-
máli til nútímamáls er ekki stórfelld. Eg skal ekki fullyrða um það,
hvernig hún hefir orðið í einstökum atriðum. Til þess er dæmasafnið
of fábreytt. Aðalatriði merkingarbreytingarinnar er það, að örlaga-
merking hinna fornu orðtakaafbrigða er nú horfin.
Háskóla Islands,
Reykjavík.
04 Blöndal, undir borð. Nokkru eldra dæmi um orðtakið er þetta (Iðunn,
1888/9, 101):
en það sem er efst á borði og mest gengur í augun.
«8 Blanda, VI (1936), 142.
60 Ilalldór Halldórsson, íslenzk orðtök (Reykjavík 1954), 32—38.