Íslenzk tunga - 01.01.1960, Qupperneq 34
JAKOB BENF,DIKTSSON
Um tvenns konar framburð á ld í íslenzku
1.0. Eins og kunnugt er breyttust íornísl. Ið, nð á eftir stuttu sér-
hljóði í áherzlusamstöfu í Id, nd á fyrri hluta 14. aldar; orð eins og
jjglði, kulði, stulðr og skilði, talði, valði (þát. af skilja, telja, velja)
urðu jjöldi, kuldi, stuldr og ,skildi, taldi, valdi; sömuleiðis synð,
ynði, vanði (þát. af venja) > synd, yndi, vandi o. s. frv.1 Ýmsir
fræðimenn hafa talið að l og n hafi í þessum samböndum verið ris-
mælt eða tannbergshljóð („kakuminal“ eða ,,supradental“) og því
annað hljóð en í eldri Id, nd, þar sem l, n hafi verið tannhljóð.2 Sú
var skoðun Celanders og Noreens o. fl. að í hinum yngri samböndum
Id, nd (< Ið, nð) hefðu / og n einnig orðið tannhljóð samtímis eða
litlu síðar en ð varð að d. Þetta var stutt bæði við nútímaframburð
íslenzkan, þar sem þessi hljóðasambönd eru borin fram á sama hátt
og hin eldri Id, nd, og Celander þóttist einnig finna rök fyrir því í
rími íslenzkra skálda á 14. öld. Hann segir um orð með upphaflegu
Ið, nð: „Efter övergángen > Id, nd rimma de mot ord med ursprung-
ligt Ið, nð (t. ex. kual'Sr: þolSi) 5 gr, mot ord med ursprungligt Id,
nd (t. ex. jianáinn: synáum) 6 gr.“3 En séu dæmi hans athuguð
(þau eru öll úr Lilju) kemur í ljós að þetta á eingöngu við nd:
orð með yngra nd ríma við orð með eldra nd; hins vegar eru engin
1 Sjá H. Celander, Om övergöngen nv iJ > d i jornislandskan och fornnorsk-
an (Lnnd 1906); A. Noreen, Altislandische und altnorwegische Grammatik (4.
litg.; llalle 1923), §§ 238,1, b, og 260, og rit sem þar er vísað til. Sbr. og Ásgeir
Bl. Magnússon, „Um framburðinn rd, gd, fd,“ Lingua Islandica — Islenzk
tunga, I (1959), 18—19.
2 Eldri Id, nd verða hér nefnd þau Id, nd, sem eldri eru en íslenzk ritöld,
hvort sem þau eru upphaflega samkvæð (t. d. halda) eða til orðin við sýnkópu
á eftir langri samstöfu (t. d. fclldi).
3 Celander, 65.