Íslenzk tunga - 01.01.1960, Qupperneq 36
34
JAKOB BENEDIKTSSON
en bætir við: „Sá ár dock icke förhállandet — egendomligt nog.“8
En frekari ályktanir dregur hann ekki af þessu. Hins vegar kom bráð-
lega í ljós að þessari greiningu var haldið lengur en á sjálfum breyt-
ingatímanum (fram um miðja 14. öld). í lýsingu sinni á aðalhandriti
Yngvars sögu víðjörla, AM 343 a, 4to, sýndi E. Olson að í því hand-
riti var skilyrðislaust greint á milli Id og Lld, þannig að hið fyrra
táknaði yngra Id (< Ið). Handritið taldi hann frá því um 1400 eða
litlu yngra.9 Hann dró af þessu þá ályktun að hér væri um að ræða
lákn fyrir tvenns konar l, rismælt (Id) og tannmælt (lld). Að sömu
niðurstöðu komst Jón Helgason í rannsókn sinni á stafsetningu
Skarðsbókar (AM 350, fol.; handritið skrifað um 1363), þó að
hann kvæði ekki fastara að en svo að um tvenns konar / hafi verið að
ræða.10 En fáum árum síðar tókst Jóni Helgasyni að rekja slóðina
lengra. Hann sýndi fram á að í Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar
(1540) var sömu reglu fylgt með smávægilegum undantekningum.11
Hið sama kom í ljós í Guðbrandsbiblíu, og dregur 0. Bandle ekki í
efa að Id og lld tákni þar tvenns konar /-hljóð, þó að hann hins vegar
telji að Z-ið í Id þurfi ekki að hafa verið rismælt, heldur hafi það
legið „in der Richlung des Supradent.al-Palatalen“.12
1.3. En þessi greinarmunur hélzt lengur. 1 eiginhandarriti Guð-
mundar Andréssonar að Discursus oppositivus, sem skrifað er 1648,
er ávallt skrifað Id fyrir fornísl. Ið, en annars lld, og í kveðskap Guð-
8 Celander, 85. Guðbrandur Vigfússon hafði fyrir löngu bent á að skrifað
væri Id fyrir fornt 18 (andstætt lld < Id) í handritum frá 14. og 15. öld, og að
þessi ritháttur hefði haldizt fram á 18. öld (Eyrbyggja saga (Leipzig 1864), bls.
xxxix).
!l Yngvars saga víðförla, utg. ved E. Olson (Samfund til Udgivelse af gammel
nordisk Litteratur, XXXIX; Kpbenhavn 1912), bls. liii—lv. Sbr. Noreen, 175.
10 „Ortografien i AM 350 fol.,“ Meddelelser fra Norsk forening jor sprogvi-
denskap, I (Oslo 1926), 64—65.
11 Jón Helgason, Málið á Nýja testamenti Odds Gottskállcssonar (Safn Fræða-
fjelagsins, VII; Kaupmannahöfn 1929), 37.
12 O. Bandle, Die Sprache der Guðbrandsbiblía (Bibliotheca Arnamagnæana,
XVII; Hafniæ 1956), 147—150.