Íslenzk tunga - 01.01.1960, Qupperneq 37
UM TVENNS KONAR FRAMBURÐ A LD
35
mundar er eldra og yngra Id ekki rímað saman.18 Athuganir þær sem
nú hafa verið nefndar urðu til þess að ég fór að veita þessum hljóða-
samböndum athygli í rími skálda frá ýmsum tímum, til þess að ganga
úr skugga um hvort rímið staðfesti þær ályktanir sem dregnar hafa
verið af þessari einkennilega föstu ritvenju. Niðurstöður þeirra
athugana fara hér á eftir.
2.0. Lítum fyrst á skáldskap íslenzkan frá því um 1350 fram að
siðaskiptum. Athugað hefur verið rím í íslenzkum helgikvæðum í
Den norsk-islandske skjaldedigtning (= Skj.), í Islenzkum miðalda-
lcvœðum (— IM) og í Rímnasajni Finns Jónssonar;14 enn fremur
í Riddara rímum, fíjarkarímum, Króka-Refs rímum og Hemings rím-
um.15 Niðurstaðan er sú að í langflestum dæmunum er skiptingin
augljós: yngra Id er rímað saman og eldra Id (lld) sömuleiðis, en
ekki yngra og eldra Id (Id : lld) hvort á móti öðru. Undantekningar
eru nauðafáar, eins og sést af eftirfarandi yfirliti. Það er hér talið
eitt dæmi, þó að fleiri orð en tvö rími saman, og jafnt eru taldar
aðalhendingar og skothendingar. Ekki skal ábyrgzt að tölurnar séu
nákvæmlega réttar; mér hefur getað skotizt yfir einstaka rím, en
naumast getur það skakkað miklu.
18 Sjá Guðmundur Andrésson, Deilurit, Jakob Benediktsson bjó til prentun-
ar (íslenzk rit síðari alda, II; Kaupmannahöfn 1948), 132, aths. við bls. 1924;
l'ersíus rímur eftir Guðmund Andrésson og Bellero/ontis rímur, Jakob Bene-
diktsson bjó til prentunar (Rit Rímnafélagsins, II; Reykjavík 1949), bls.
xxviii og xxx—xxxi. — Sami greinarmunur er gerður í handriti af Víkinga rím-
um (skr. um 1633), sjá Spánverjavígin 1615, Jónas Kristjánsson bjó til prent-
unar (Islenzk rit síðari alda, IV; Kaupmannahöfn 1950), 82.
14 Sjá Den norsk-islandske skjaldedigtning, udg. ved Finnur Jónsson (Kpb-
enhavn og Kristiania 1912—15), A, II, 348—430, 464—541; íslenzk miðalda-
kvœði, udg. ved Jón Helgason (Kóbenhavn 1936—38), 1,2—II; Rímnasajn, udg.
ved Finnur Jónsson (Samfund til Udgivelse af gammel nordisk Litteratur,
XXXV; Kpbenhavn 1905—22), I—II.
15 Sjá Riddara rímur, utg. af Th. Wisén (Samfund til Udgivelse af gammel
nordisk Litteratur, IV; Köpenhamn 1881); Hrólfs saga kraka og Bjarkarímur,
udg. ved Finnur Jónsson (Samfund, XXXII; Kpbenhavn 1904); Króka-Refs
saga og Króka-Refs rímur, udg. af Pálmi Pálsson (Samfund, X; Kpbenhavn
1883); Hemingsrímur, door P. M. den Iloed (Haarlem 1928).