Íslenzk tunga - 01.01.1960, Side 40
33
JAKOB BENF,DIKTSSON
greint á milli Id og lld; þó koma fyrir frávik öðru hverju, bæði
þannig að Id stendur fyrir lld og öfugt, en þau eru mjög fá and-
spænis þeim dæmum þar sem reglunni er fylgt.
2.3. í dæmunum hér á undan er ekki tekið tillit til þeirra dæma
sem koma fyrir um orðið hvíld, en þetta orð virðist hafa nokkra sér-
stöðu. Celander sýndi fram á að af orðunum hvíld og sœld eru til í
fornum íslenzkum handritum myndir bæði með Id og Ið (lþ).20
Þessi orð ættu að hafa Id samkvæmt uppruna og þróun annarra orða
sem mynduð eru á sama hátt. Celander taldi víst að hér væri um
raunverulegar tvímyndir að ræða sem báðar hefðu verið til í fram-
burði, og að Zð’-myndirnar hefðu orðið til við áhrif frá orðmyndum
eins og kyrrð, fylgð.
Rím í síðari skáldskap virðist styðja þessa kenningu. Rím eins og
huildar : millda (Milska 272), hvíldi : mildur (Geirarðsrímur VI
46), Huildi millduz (Klerkarímur IV 13) eru sama kyns og mildr :
huildar (Leiðarvísan 14), þ. e. bera vitni um eldra hl (þrátt fyrir rit-
háttinn með Id). Hins vegar eru í IM þrjú dæmi um að hvíld rími
við orð með yngra Id: Huilldar : valldi (þát.; Gimsteinn 1045),
huilldar : kulda (Gimsteinn 1167), huyld : holldum ( = höldum;
Máríulykill 243). Að vísu eru þetta allt skothendingar og í kvæðum
þar sem ónákvæmt rím er tiltölulega algengt. En vel er hugsanlegt að
hér sé um tvímyndir að ræða, eða að framburður orðsins hvíld hafi
verið á reiki. í ritum frá 16. og 17. öld er orðið langoftast skrifað
með ld,21 og hvíld kemur fyrir í skothendingu við valda (ptc.) í
Pontusrímum XIV 81 (eftir Pétur Einarsson á Ballará), og við
útvaldur : taldur í Sveins rítnum múkssonar XXI 33 (frá miðri 17.
öld). Virðist sennilegast að draga megi af þessum dæmum þá ályktun
20 Celander, 3 og 8—12. Sbr. Pipping, 36.
21 Sjá t. d. Bandle, 148—149; hvíld er ávallt skrifað með Id í Vísnabók GuS-
brands biskups (1612) og í eiginhandarriti Hallgríms Péturssonar af Passíu-
sálmunum (14 dæmi); ennþá í Vídalínspostillu (1718—20) er Id venjulegasti
rithátturinn. Ilins vegar virðist sœld oftar skrifað með Ild og kemur fyrir í skot-
hendingu við eldra Id í Sveins rímum múkssonar V 32 (ósceldar : vildi : jold :
hold).