Íslenzk tunga - 01.01.1960, Page 41
UM TVENNS KONAR FRAMBURÐ A LD
39
að orðið hvíld hafi á síðari öldum færzt yfir í flokk þeirra orða sem
höfðu hið yngra Id.
3.0. Eins og áður var getið hafði því verið veitt eftirtekt að grein-
armun á lld og Id — samsvarandi eldra og yngra Id — væri haldið,
að minnsta kosti sumstaðar á landinu, fram á 17. öld, bæði í rithætti
og rími. Skal þetta nú athugað lítið eitt nánara.
3.1. Lítum fyrst á ritháttinn. Auk þeirra dæma sem vísað er til hér
að framan (§S 1.2—3) má benda á að þessum greinarmun á lld og Id
er haldið í eiginhandarriti Hallgríms Péturssonar af Passíusálmunum
(skr. 1660—61 ),22 og í Kvœðabókinni úr Vigur (AM 148, 8vo),
sem skrifuð er að mestu á árunum 1676—77,2 3 hafa allar tólf rit-
hendur þessa aðgreiningu, og engin dæmi eru í þeirri bók um að
rímað sé saman eldra og yngra Id. Enn fremur er þessum greinarmun
haldið í bókum prentuðum á Hólum, a. m. k. í þeim sýnishornum
sem ég hef athugað, þangað til prentsmiðjan er flutt að Skálholti
1685. Svo er einnig á fyrstu bókinni sem prentuð er í Skálholti
1686.24 Enn má henda á að í handriti af þætti af Armanni og Þor-
steini gála, sem skrifað var fyrir Magnús Jónsson í Vigur 1694, er
þessari greiningu einnig haldið,213 og í öðru handriti af sama þætti,
sem sr. Ólafur J ónsson á Slað i Grunnavík skrifaði um sama leyti
eða litlu fyrr, er greiningunni haldið að mestu (þó tvisvar skrifað
22 GefiS út ljósprentað Reykjavík 1946. Sbr. stafrétta útgáfu Finns Jónsson-
ar, Kaupmannahöfn 1924.
23 Sjá Kvœðabák úr Vigur; AM 148, 8vo (íslenzk rit síðari alda, 2. fl., I, B;
inngangur eftir Jón Ilelgason; Kaupmannahöfn 1955), 16. Sbr. og Kvœðabók
séra Gissurar Sveinssonar; AM 147, 8vo; sjá ritdóm hér síðar (hls. 159—61).
24 M. Moller, Paradisar Likell. Meginefni bókarinnar er endurprentun á
Meditationes Sanctorum Patrum eftir Moller, en nýr inngangur og viðbætir, m.
a. þýðing Stefáns Ólafssonar á morgun- og kvöldsálmum Kingos (sbr. Halldór
Hermannsson, Icelandic Books of the Seventeenth Century; 1601—1700 (Island-
ica, XIV; Ithaca 1922), 73—74. Aðeins nýprentaða efnið var athugað.
25 Brit. Mus. Add. 4859; sjá Móðars rímur og Móðars þáttur, Jón Helgason
hjó til prentunar (íslenzk rit síðari alda, V; Kaupmannahöfn 1950), 40 og 43.
Handritið er skrifað af Jóni Þórðarsyni, sem var Vestfirðingur.