Íslenzk tunga - 01.01.1960, Qupperneq 43
UM TVENNS KONAR FRAMBURÐ Á LD
41
einnig fyrir í síðustu bréfköflunum sem Jón Helgason prentar (bls.
305—7); fyrsta bréfið hefur Bjarni Einarsson yngri skrifað (f. 1652
að Ási í Fellum), en ekki sést í útgáfunni hverjir hafa skrifað síðustu
kaflana; öll eru bréfin skrifuð 1675.
3.3. Þegar Þórður biskup Þorláksson hóf fornritaútgáfur sínar í
Skálholti tók hann upp að nokkru fyrnda stafsetningu á textum
þeirra; meðal annars prentar hann venjulega Id eða Iþ. í formálanum
að Landnámu (1688) hefur hann sama hátt, prentar t. d. utvalda,
heldom, skealdan, heldur. Um útgáfuna sá Einar Eyjólfsson, síðar
sýslumaður (f. um 1641 á Lundi í Borgarfirði). Hann notar og
svipaðan rithátt á þýðingu sinni á Gronlandíu Arngríms lærða, sem
prentuð var 1688. Þar er oftast sett Id, hvað sem upprunanum líður,
t. d. talder, ji0ldi; vald, sijeldum, heldur, upheldis, skald o. s. frv.
Þó kemur lld fyrir (helldur, villdi, Farsœlldar), en það er sjaldgæf-
ara.
3.4. Af þessu virðist mega álykta að um og upp úr miðri 17. öld
hafi hin forna greining framburðar á eldra og yngra Id verið farin
að ruglast sunnanlands og jafnvel á Austurlandi, en hafi haldizt eitt-
hvað lengur vestan lands og norðan. Nú skal athugað lítið eitt nánara
hvernig þessi niðurstaða kemur heim við þá vitneskju sem hafa má
úr rími í skáldskap 17. aldar.
4.0. Augljóst er að skáld sem fædd eru á fyrra helmingi 17. aldar
eða fyrr halda flest fast við greinarmun á yngra og eldra Id í rími,
þ. e. þau ríma ekki saman orð með yngra og eldra Id. Þetta á við um
Jón lærða (Ármanns rímur), Bjarna Borgfirðingaskáld (Flóres rím-
ur og Ekkjurímu, útg. 1960), Ásmund Sæmundsson (Hervarar rím-
ur, útg. 1777), Hallgrím Pétursson (rímur, Passíusálma og annan
kveðskap), Guðmund Andrésson (Persíus og Bellerojontes rímur),
Kolbein Grímsson (Sveins rímur múkssonar, útg. 1948), Pétur Ein-
arsson á Ballará (Pontus rímur, útg. 1960), Eirík Hallsson (Hróljs
rímur kraka), Guðmund Bergþórsson (Olgeirs rímur, útg. 1947),
Pál Vídalín (Vísnakver, útg. 1897). Yngstir þessara skálda eru þeir
Guðmundur Bergþórsson (f. um 1657) og Páll Vídalín (f. 1667),