Íslenzk tunga - 01.01.1960, Blaðsíða 44
42 JAKOB BENEDIKTSSON
báðir húnvetnskir að ætterni. 011 skáldin sem nefnd voru eru norð-
lenzk eða af Vesturlandi. Yngstu sunnlenzk skáld sem hér koma til
greina eru Steinunn Finnsdóttir (f. um 1641) og Páll Bjarnason í
Unnarholti (f. um 1635). f rímum Steinunnar (Hyndlu rímum og
Suœkóngs rímum, útg. 1950), eru engin frávik fundin, en athugandi
er að ekkert orð með yngra Id kemur fyrir í rími í kveðskap hennar,
aðeins rímorð með eldra Id. í Ambáles rímum (útg. 1952) Páls
Bjarnasonar koma fyrir tvö dæmi um að orð með yngra Id rími sam-
an, en 112 um orð með eldra Id. Meðal þeirra eru tvö dæmi athyglis-
verð: VIII 65 jylgdi gildum og XXIV 18 jylgdu : gild. Eins og vikið
verður að hér á eftir (§ 6.1) ríma orð eins og fylgdi venjulega við
yngra Id, svo að þessi dæmi gætu bent á einhvern vott um rugling í
þessum efnum hjá Páli, á svipaðan hátt og skorturinn á dæmuin um
rímorð með yngra Id hjá Steinunni gæti bent á varkárni í að nota
slík orð í rími, sem mætti stafa af óvissu um framburð þeirra.
4.1. Þá skal litið á austfirzku skáldin, Stefán Ólafsson og Bjarna
Gissurarson. í kvæðum Stefáns (útg. 1885—86) eru mörg dæmi um
að orð með fornu hl rími saman, en aðeins tvö um orð með yngra
Id: I 41 Fjöld : þyldi, I 124 fjöldi : höldur. En auk þess eru þessi
dæmi sem brjóta gegn reglunni: 11 84 skvaldurs : Jwldi, II 157 kuldi
: öld, skildist : orðsnild. Sá hængur er þó á þessum dæmum að ekki
eru öruggar heimildir um að þær tvær vísur sem hér er um að ræða
séu eftir Stefán, og verður ekki skorið úr því hér, svo að dæmin verða
ekki notuð til að sanna eitt né neitt, nema þá helzt til að vekja grun
um að vísurnar séu ranglega eignaðar Stefáni. Því er þó valt að
treysta, sbr. það sem hér fer á eftir.
Heimildir eru traustari um kveðskap Bjarna Gissurarsonar (f. um
1621). Athuguð hafa verið kvæði í tveimur eiginhandarritum hans,
Thott 473, 4to,30 og Lbs. 838, 4to, sem bæði eru skrifuð á efri árum
hans; í síðara handritinu eru eingöngu kvæði sem ort eru eftir 1700.
f réttritun beggja handrita er oftast greint rétt á milli Id og lld, en þó
koma fyrir mvndir eins og utvólldu, mannfióllda, fraskillder, kullda,
30 Ég hef ekki notað sjálft frumritið, heldur stafrétta uppskrift Kristins E.
Andréssonar í Lhs. 2156, 4to.