Íslenzk tunga - 01.01.1960, Síða 47
UM TVENNS KONAR FRAMBURÐ A LD
45
um að orð með yngra Id rími saman. Þessi notkun ríms gerir það með
ollu ósennilegt að rímurnar geti verið svo garnlar að Bjami Borg-
firðingaskáld hafi getað ort þær, enda eru og á því aðrir agnúar, þó
að þeir skeri ekki úr um aldur rímnanna.34
6.0. Erfitt er að segja með nokkurri vissu hver hafi verið hljóð-
fræðilegur munur á þessum tvenns konar framburði á Id. Áður hefur
verið lauslega drepið á skoðanir fræðimanna á þessu efni (sjá §§
1.0, 1.2), en kenningum þeirra ber ekki saman að öðru leyti en því
að flestir þeirra telja að Z-ið í hinu yngra Id hafi verið borið fram
aftar en tannmælt l. Engin bein rök eru fyrir því að það hafi verið
rismælt í íslenzku síðari alda; kenningin um rismæltan framburð í
forníslenzku styðst eingöngu við það að rismælt l („þykkt“ l) er til
í norskum og sænskum mállýzkum. Hins vegar sýnir aðgreiningin í
rími að munurinn hefur verið vel heyranlegur, og er því naumast um
að ræða að það hafi verið tannbergshljóð (,,supradentalt“), að
minnsta kosti ef miðað er við framburð á l-i í nútímaíslenzku. En
vitanlega koma fleiri framburðarafbrigði til greina en rismælt l,
sem væru nægilega ólík til þess að óeðlilegt væri að láta þau ríma
saman.
6.1. Um sjálft eÖli framburðarins á hinu yngra Id er ekki mikla
vitneskju að fá í rímorðum skálda. Þó má benda á að fyrir kemur að
slíkt Id sé rímað á móti stuttu l-i: almattigr : valdj (Andréasdrápa
44), almattigr : ualde (Allra postula minnisvísur 3°), halrinn valdi
(þát.; Griplur II 62). En þetta stoðar skammt, þar sem ekki er meira
vitað um framburð á Z-inu í almáttigr en í valdi. Hins vegar eru all-
rnörg dæmi um að fylgdi sé rímað við orð með yngra Id: fylgd :
valldi (þát; Nikulásdrápa 393), skildi : fylgdi (eða öfugt; Sálmabók
1589, bl. 127 v; Bellerofontis rímur V 71; Passíusálmar Hallgríms
Péturssonar IX 6; Eiríkur Hallsson, Hrólfs rímur kraka VIII 38, IX
I; Jón Magnússon (í Laufási), Hústafla (útg. 1734), bls. 94; Guð-
34 Sbr. Rímur aj Flóres og Lcó eftir Bjarna Jónsson Borgfirðingaskáld og
Hallgrím Pétursson, Finnur Sigmundsson bjó til prentunar (Rit Rímnafélags-
ins, VI; Reykjavík 1956), bls. xxi.