Íslenzk tunga - 01.01.1960, Qupperneq 49
UM TVENNS KONAR FRAMBURÐ Á LD
47
isk andstæða sem nær aðeins til lítils hluta málkerfisins er ávallt í
því meiri hættu sem þáttur hennar í kerfinu er minni.36 Nú er hið
yngra Id tiltölulega fátítt í íslenzku; algengast er það í þát. og lýsing-
arh. af /a-sögnum með l í stofni. Þessar sagnir eru ekki margar; í
rímorðum þeim sem hér hafa verið athuguð koma fyrir myndir af
ellefu slíkum sögnum,37 og eru þá upptaldar þær sem koma fyrir í
venjulegu máli. Auk þeirra urðu fyrir þátíðarmyndirnar jaldi og
þoldi; jaldi hefur vafalaust fengið yngra Id í líkingu við taldi, valdi,
og sama á við um lýsingarhættina aldir og galdir, sem einnig eru
rímaðir við orð með yngra Id. Onnur orð eru mjög fá; í rími hafa
aðeins þessi komið fyrir: jjöld, jjöldi, höldur, hvíld (sjá § 2.3),
kuldi, .sluldur, svo og tökuorðið Soldáu, sem í yngri rímum er rímað
við yngra Id.
Af þessu er auðsætt að hið yngra Id hefur haft veika aðstöðu í mál-
kerfinu; eini samstæði hópur orða sem hafði þennan framburð voru
þessar fáu /a-sagnir. Og aðeins í tiltölulega fáum myndum þeirra
greindi andstæðan Id : lld sundur orð sem voru að öðru leyti sam-
hljóða, t. d. kvöldum (þát.) : kvöldum (þgf. flt.), skildi (þát.) :
skildi (þgf.) eða skyldi (í síðara máli), valdi (þát.) : valdi (þgf.),
höldum (þgf. fit.) : höldum (1. pers. flt. af halda). En þær orðmynd-
ir eru þó miklu fleiri sem ekki áttu sér neina slíka andstæðu; af
mörgum orðanna með yngra Id verður ekki fundin nein beygingar-
mynd sem sett verði andstætt orði með eldra Id (svo er t. d. um sagn-
irnar bylja, dylja, dvelja, mylja, telja, þola, þylja, og flest nafnorð-
in). Skilyrðin í málkerfinu fyrir því að þessi greinarmunur varð-
veitlist voru því allt annað en góð. Svo hefur verið talið að stutt l í
innstöðu milli sérhljóða og í sambandi við ákveðin samhljóð hafi
haft sama framburð og Z-ið í fornísl. IS og hinu yngra Id. Væri og
sérstök ástæða til að rannsaka hvort hægt væri að finna rök fyrir
36 Sjá t. d. A. Martinet, Economie des changements phonctiques (Beme
1955), 102; Ruth Reichstein, „Étude des variations sociales et géographiques
des faits linguistiques,“ Iford, XVI (1960), 59.
37 Þær eru: bylja, dylja, dvelja, hylja, kvelja, melja, mylja, skilja, telja, velja,
hylja.