Íslenzk tunga - 01.01.1960, Page 55
SKLOKR
53
Að mynd til kemur það allvel heim við íslenzka orðið. Gael. sgl-
(í eldri gaelisku skrifað scl-) svarar til ísl. skl-; um þetta eru ekki
fleiri dæmi. Gael. o svarar til ísl. o; sbr. miðír. corca (skozk-gael.
coirce) og ísl. korlci (Snorra-Edda). Gael. -g (í eldri gael. skrifað -c).
svarar reglulega til ísl. -k (að viðbættri beygingarendingu); sbr,
miðír. mác (skozk-gael. mág) og ísl. -mákr.
Hljóðfræðilegt vandamál er þó þetta: -e- í sgleog táknar að undan-
farandi l sé palatalíserað (/’); má ætla að í eldri gaelisku hafi -g- og
jafnvel einnig s- verið palatalíserað. Nú kemur fyrir myndin sglog-
khárdachd ,bathos‘12 en hugsanlegt er að sú mynd sé úr mállýzku
þar sem palatalísasjónin er glötuð. Próf. Kennetb Jackson bendir á
(í bréfi) að ekki sé sennilegt að sgl- í sgleog hafi í eldra máli verið
úpalatalíserað þar eð það er palatalíserað í nútíðarmáli. í skozk-
gaeliskum mállýzkum sé nokkuð algengt að palatalísasjón hverfi í
samböndum með / og r, t. d. c/-, cr-, gl-, gr- (einkum þó algengt með
tannhljóði og r). Ekki er hægt að segja til um aldur þessa fyrir-
bæris, en það getur bent til þess að palatalísasjónin hafi verið veik
og má benda á að Borgstrpm lýsir /’ í gaeliskum mállýzkum þannig:
!5the tip of the tongue articulates above the teeth; the sound is as a
rule perceptibly palatal, but not strongly so.“13 Getur því sgleog hafa
verið tekið beint upp í myndinni sklokr. Ennfremur ber þess að gæta
að hljóðkerfi norrænunnar getur hafa staðið gegn því að orðið væri
tekið upp með sklio- í stað sklo-; i mun naumast hafa komið fyrir á
undan stuttu o, nema — samkvæmt sumum kenningum — í klofnings-
tvíhljóðinu (t. d. þiokkr, bioggum), en á eftir / varð klofning ekki;
12 Dwelly, 827; þannig koma bæði fyrir sgleoid og sgloid (Dweily, 826 og
827). Einnig kemur fyrir sglong, sgloing, sglongaid ,snot‘ o. s. frv. (Dwelly, 827),
en ekki er víst að það sé sama orðið og sgleog; til er einnig myndin glong ,slimy,
clammy substance, spittle, snot‘ (Dwelly, 506) og getur það verið eldri mynd;
þannig koma fyrir í skozk-gael. tvímyndir eins og smág og mág ,paw‘ o. s. frv.
(Dwelly, 857 og 622), en mág kom fyrir þegar á víkingaöld eins og sést af því að
það er til sem tökuorð í íslenzku.
13 Carl Hj. Borgstrpm, The Dialects of Skye and Ross-Shire, A Linguistic
Survey of the Gaelic Dialects of Scotland, II (Oslo 1941), 39 og 97.