Íslenzk tunga - 01.01.1960, Blaðsíða 56
54
HELGI CUBMUNDSSON
ef gert er ráð fyrir að þetta orð hafi upphaflega haft skli- í norrænu
kann það því að hafa einfaldazt.
Merkingar orðsins í skozk-gaelisku og íslenzku þarf ekki að ræða;
þær eru hinar sömu.
Orðið sgleog virðist ekki vera þekkt í írsku. Það sannar ekki að
það hafi ekki verið til í því máli eða á þeim hluta hins gaeliska mál-
svæðis, en er þó athyglisvert. Oft hefur verið bent á að þau gaelisku
orð sem til eru í norrænum málum hljóli að hafa borizt inn í norrænu
í þeim héruðum Skotlands þar sem bæði norrænir menn og keltar
voru búsettir — og er einkum bent á Suðureyjar og Katanes í því
sambandi. í þeim héruðum hefur vafalaust verið mjög almennt að
menn væru mæltir bæði á norrænu og gaelisku, en það er frumskil-
yrði þess að orð berist milli mála. Hugsanlegt er einnig að gaelisk
orð hafi borizt inn í íslenzku úr máli gaeliskumælandi manna á ís-
landi, en þar eð allmörg tökuorðanna koma einnig fyrir í færeysku
og norsku er líklegra að orðin hafi komið inn í norrænu í Skotlandi
og hafi dreifzt þaðan um norræna málsvæðið; þó geta verið undan-
tekningar frá þessu. ísl. marinkjarni — nafn á þarategund — (til í
ýmsum myndum: mararkjarni, marikjarni, márikjarni, maríkjarni,
rnaríukjarni, murukjarni og e. t. v. myrikjarni) sem einnig er til í
færeysku mirkjalli og er án efa tökuorð úr gaelisku á sér þannig
aðeins hliðstæðu í skozk-gaelisku mircean.14 Færeysku orðin kjal-
lámur ,vinstri hönd, örvhentur maður1 og kfikja ,bendlur‘ benda á
sama hátt til Skotlands.15
14 Chr. Matras, „Atlantssiðir — Atlantsorð," Fróðskaparrit; Annales socie-
tatis scientiarum /œroensis, Vll (Tórshavn 1958), 89—99; John Cameron, The
Gaelic Names oj Plants (London 1883), 101, mun fyrstur hafa sett gael. mircean
í samband við ísl. marinkjarni.
16 Chr. Matras, „Lámh chearr í f0royskum máli,“ Fróðskaparrit, III (1954),
60—77; Chr. Matras, „Caigeann og k0kja,“ Fróðskaparrit, V (1956), 98—107.