Íslenzk tunga - 01.01.1960, Síða 57
SKLOKR
55
III
Hans Vogt hefur rætt um samhljóðasambandið skl- í norðurlanda-
niálum.10 í norrænu hefur ekki verið þekkt neitt orð með skl- og t. d.
í nútíðardönsku aðeins í tökuorðum (sklerose). í norsku hefur forn-
norska so. skríða í ýmsum mállýzkum og í ríkismáli orðið að skli
,renna, skriðna1; skl- hefur þannig þróazt innan málsins. Vogt kallar
,,a virtual member of the system“ samband sem ekki kemur fyrir í
málinu ef samanburður við önnur sambönd bendir til þess að það
fái staðizt, þ. e. a. s. ef í kerfinu er eyða sem það getur fallið inn í.
Þannig koma t. d. fyrir í nútímaíslenzku samböndin:17
sp- pr- spr-
sk- kr- skr-
°g: sp- pl- spl-
sk- kl-
Virðist þannig vera eyða sem skl- getur fallið inn í. Verður þó að
gæta þess að um það leyti sem skl- kemur inn í málið hefur spl- ekki
verið til; spl- kemur inn í málið með tökuorðum, e. t. v. ekki fyrr en
á 16. öld. Hefur því neðri hluti töflunnar að ofan aldrei verið útfyllt-
ur ef sklokr hverfur úr málinu áður en tökuorðin með spl- eru tekin
upp. Taflan hefur litið þannig út í fornmáli:
sp- pl-
sk- kl- skl-
Kn þetta sýnir þó að samböndin spl- og skl- geta fallið inn í hljóðkerfi
málsins á sama hátt og spr- og skr-.ls
Ásvallagotu 13,
Reykjavík.
16 Hans Vogt, „Phoneme Classes and Phoneme Classification," Word, X
<New York 1954), 30—31; einnig Eli Fischer-J0rgensen, „On the Definition
of Phoneme Categories on a Distributional Basis,“ Acta Linguistica, VII (Co-
Penhague 1952), 38.
17 Einar Haugen, „The Phonemics of Modern-Icelandic," Language, XXXIV
(Baltimore 1958), 78.
18 Á a. m. k. tveimur öðrum stöðum kemur skl- fyrir í handritum: í Reykja-