Íslenzk tunga - 01.01.1960, Page 59
GUÐMUNDUR KJARTANSSON
Kjalnheiði, Kjalnatær, Kjarnholt
Aárunum milli 1930 og 1940 kynntist ég bæði fólki og staðhátt-
um á ofanverðum Rangárvöllum. Þá lét mér það fyrst í stað
nokkuð kynlega í eyrum að heyra sagt kjalna í stað keldna (eða
kelna). Flest eða allt sem kennt er við bæinn Keldur virtist mér al-
mennt kallað Kjalna- þar í grennd. Eg skildi ekki örnefnið Kjaln-
heiði þegar ég heyrði það fyrst þannig framborið. En á næstu bæj-
um við þá heiði er öllum ljósl að hún er kennd við Keldur, og á Upp-
drœtti íslands (Herforingjaráðskortinu) er hún nefnd Keldruiheiði.
Ekki var hinn einkennilegi framburður einskorðaður við örnefni,
því að synir Skúla bónda á Keldum voru — og eru ef til vill enn —
kallaðir Kjalnabrœður.
Ég þori ekki að fullyrða að þessi framburður liafi tíðkazt nema í
samsettum orðuin þar sem fyrri hlutinn var eignarfall af Keldur, en
þó minnir mig fastlega að sagt hafi verið t. d. milli Kots og Kjalna.
En í samsetningunum, eins og þeim sem þegar er getið, mun fram-
burðurinn Kjalna- enn á margra vörum.
Fyrir eitthvað um tíu árum rak ég augun í örnefnið Kjalnatœr á
Uppdrœtti íslands. Það stendur á blaði 68 í mælikv. 1:100 000 og á
Aðalkorti, bl. 6, í mælikv. 1:250 000. Staðurinn sem þannig er nefnd-
ur er upp af Alftaveri, 4 km ANA frá Laufskálavörðu1 og 2—3 km
SSV frá Hólmsárbrú. Svæðið var mælt á árunum 1905—1907, og
voru þar Danir að verki. í Kjalnatóm spretta upp stórar lindir und-
an hraunbrún, tærar og kaldar, eins og hjá Keldum á Rangárvöllum,
og þaðan rennur Kjalnatóakvísl (svo á báðum kortunum) austur í
Kúðafljót. Bæði af staðhállum í Kjalnatóm og vegna kynna minna af
1 Á Uppdrœtti íslands stendur LaufskálavarSi, en það mun vera rangt. —
Á. B.