Íslenzk tunga - 01.01.1960, Page 61
kjalnheiði, kjalnatær, kjarnholt
59
nafnsins Keldn(a)holt í Kjarnholt sé um það bil að komast á í byrj-
un 18. aldar.
Þessi breyting verður mjög eðlileg þegar höfð er í huga eignar-
fallsmyndin kjalna og bendir eindregið til þess að hún hafi verið
venjuleg í Biskupstungum um 1700. Ef til vill hafði sá framburður
þá tíðkazt þar í nokkra mannsaldra. En ekki bendir ritháttur bæjar-
nafnsins Keldn(a)holt í bréfunum sem hér var vitnað i frá 14. og 16.
öld til slíks framburðar á þeim öldum. Aftur á móti bendir afbökunin
á fyrra lið nafnsins um 1700 til þess að þá hafi merking hans verið
orðin óljós sumum mönnum.
Breyting hljóðasambandsins l(d)n í rn kemur ekki á óvart. Hún á
sér hliðstæðu í breytingu örnefnisins Kaldnesingur (eða Kallnesing-
ur) í Karnesingur (frb. kar-nesíngur), en svo heitir nú svæði á Gnúp-
verjaafrétti og dregur nafn af því að þar var ítak frá Kaldaðarnesi
(eða KallaSarnesi) í Flóa.
Helztu áfangar í breytingu bæjarnafnsins í Biskupstungum eru
bersýnilega: Kel(d)naholt > Kjalnaholt > Kjalnholt > Kjarnholt.
Býli, sem nú er ef til vill í eyði, nálægt Stokkseyri í Flóa hef
ég heyrt kallað bæði Keldnakot og Kjalnakot, en man nú ekki lengur
heimildir. Því aðeins get ég einnig þessa að þá mega heita upp talin
öll kynni mín af eignarfallsmyndinni Kjalna-. Lítil eru þau kynni,
enda fengin af tilviljun einni, án nokkurrar leitar. Þó virðist mér það
sem hér að framan var til tínt réttlæta eftirfarandi ályktun:
Eignarfallsmyndin kjalna hefur verið allalmennt notuð á síðustu
öldum um mikinn hluta Suðurlands, þ. e. í Árnessýslu, Rangárvalla-
sýslu og Vestur-Skaftafellssýslu. í Biskupstungum var hún notuð
þegar á 17. öld. Henni bregður enn fyrir í mæltu máli, a. m. k. á
Rangárvöllum, en sennilega víðar.
Náttúrugripasafni íslands,
Reykjavík.