Íslenzk tunga - 01.01.1960, Page 62
60
GUÐMUNDUR K.JARTANSSON
ATHUGASEMD
Er ég hafði lesið þessa grein Guðmundar Kjartanssonar jarðfræðings, var ég
fullur efasemda og trúði ekki meira en svo að hann hefði heyrt rétt um fram-
burðinn kjalna- [k|halna]- fyrir keldna- á Rangárvöllum. Ég ólst upp í Keldna-
sókn og hafði aldrei tekið eftir þessum framburði. Raunar átti bemskuheimili
mitt (Bolholt) ekki land að Keldum né heldur var mikill samgangur milli bæj-
anna, og helzt enginn nema þegar farið var til kirkju. Bernskuframburður minn
var alltaf kelna- [kjh£:]na]-. Örnefnið Keldnaheiði heyrði ég aðeins nefnt Kelna-
heiði, einnig Kelnakot. Ég hef þó nú fengið fullgildar sannanir þess að Guð-
mundur hefur heyrt það rétt að sumir Rangvellingar segja kjalna- fremur en
kelna- (enginn lætur d-ið heyrast og segir keldna-), og nú síðastliðið sumar
hættist honum enn dæmi um þennan framburð, þegar maður frá næsta hæ við
Keldur sagðist vera úr Kjalnasókn. Einnig hef ég heimildir um það að kona um
áttrætt, uppalin í Holtum í Rangárvallasýslu, notar þennan framburð í daglegu
tali.
í íslenzkuþáttum mínum í Þjóðviljanum síðastliðið sumar spurðist ég fyrir
um þetta atriði og fékk þá nokkrar öruggar heimildir um framburðinn kjalna-
fyrir kelna- í samsettum orðum sem kennd eru við Keldur í Mosfellssveit. Frú
Karólína Einarsdóttir frá Miðdal segir mér að langar og grösugar lágar vestast
í mörkum milli Grafarholts og Miðdals hafi í bernsku hennar jafnan verið
nefndar Kjalnaselslágar, og var enginn í vafa um að þær væru kenndar við sel
frá Keldum. Fleiri dæmi hafði hún um þetta. Þá segir Hendrik Ottósson frétta-
maður, er var á Korpúlfsstöðum í æsku, að holt eitt milli Keldnalands og Gufu-
neslands hafi venjulega verið nefnt Kjallaholt [kjhal:a]- fremur en Kjalnaholt
og engan hafi hann heyrt segja Keldnaholt. — Ég hef ekki haft tök á að athuga
þetta efni nánar, en ekki trúi ég öðru en finna mætti fleiri dæmi þessnm lík, ef
leitað væri víðar.
Breytingin kel(d)na- í kjalna- er eðlileg, m. a. sökum hinnar miklu tíðni ja í
stofni orðs á undan endingunni a í fyrri hluta samsettra orða eins og fjarðafr)-,
og er hér eflaust um að ræða eins konar hljóðfirringu. Svipuð breyting gæti
einnig verið í tvímyndunum gjarðasili og gerðasili.
ÁJINI BÖÐVARSSON