Íslenzk tunga - 01.01.1960, Side 63
ÁSGEIR BLÖNDAL MAGNÚSSON
Úr fórum Orðabókarinnar
Nokkur inngangsorð
KAFLAR þeir, sem hér fara á eftir, eru teknir úr útvarpsþættinum
„íslenzkt mál“, sem við orðabókarmenn höfurn haft með hönd-
um nokkra undanfarna vetur. Kaflarnir eru flestir lítt hreyttir, nema
hvað orðskýringarnar eru stundum ívið fyllri. Þetta eru að sjálfsögðu
aðeins örfá sýnishorn um það orðafar, sem borið hefur á góma í
þáttunum. Ég hef hyllzt til að drepa á þetta efni hér, bæði í þakklætis
og viðurkenningar skyni við heimildarmenn okkar fyrir þann fróð-
leik, sem þeir hafa miðlað, og eins til að leggja áherzlu á hitt, hve
i'íkt íslenzkt nýmál er að fornri arfleifð og getur oft brugðið birtu á
torráðin orð og „myrkva stafi“ fornra bóka. Þetta er atriði, sem
ýmsir erlendir lærdómsmenn í norrænum fræðum hafa naumast
glöggvað sig nægilega á — og reyndar má segja, að við höfum ekki
heldur gert það sjálfir.
Forníslenzkt mál og bókmenntir eru að sjálfsögðu engin einangruð
fyrirbæri, og samanburður við fornar tungur og bókmenntir annarra
germanskra þjóða er harðla fróðlegur og reyndar fullkomin nauð-
syn; og á því sviði hafa erlendir fræðimenn unnið mörg stórvirki.
Enginn skilji því orð mín svo, að ég sé að amast við þessháttar rann-
sóknum. En hitt þykir mér rétt að leggja áherzlu á, að mál það, skáld-
skapur og fræði, sem varðveitzt hafa á íslenzkum bókum fornum,
eru ekki fullgildar eða tæmandi myndir af því, sem þá var til á þess-
um sviðum — og eins hitt, að tunga og arfsagnir síðari alda geta
stundum skýrt frekar það, sem óljóst er eða tæpt á í fornum fræðum,
eða fyllt skörð, sem þar standa opin. Og tekur þetta reyndar jafnt til
íslenzkrar málsögu, bókmennta og þjóðarsögu.
Við erum vanastir því að rekja þróun tungu og bókmennta sem og