Íslenzk tunga - 01.01.1960, Side 65
ÚU FÓRUM ORÐABÓKARINNAR
63
Dyjra
Einhvern tíma höfðum við orðabókarmenn haft af því fregnir, að
til væri í íslenzku no. dyfra. Líklega hefur einhver sagt okkur þetta
á förnum vegi, en svo illa liafði til tekizl, að við mundum ekki
lengur, hver heimildarmaðurinn var eða hvar á landinu orðið hafði
helzt tíðkazt, vorum jafnvel ekki öruggir um merkingu þess, en
minnti þó helzl, að það táknaði ,dimmviðri‘ e. þ. u. 1.
Við tókum svo að spyrjast fyrir um þetta orð í útvarpsþættinum.
Lengi vel bar það ekki árangur, en svo tóku að berast svör. Tveir vest-
firzkir sjómenn, er reyndar höfðu dvalizt um hríð við Breiöafjörð,
könnuðust við so. dyjra í merkingunni ,að pota e-u áfram, dunda við
e-ð‘. Og breiöfirzk kona greindi okkur frá því, að hún hefði í æsku
heyrt gamla konu nota kvk.-orðið dyjra um þoku, sem aðeins ýrði
úr, en þesskonar veður hefði verið nefnt suddi, ef vætan varð meiri.
En hvað er þá um ætt orðsins dyfra og merkingartengsl sagnar-
innar og nafnorðsins? Jón Ölafsson frá Grunnavík getur í orðabók
sinni1 um so. dofrast (ájram) ,dragnast‘ („se langvidi instar
gerere“) og lo. dofralegur ,þögull og drumbslegur* („taciturnus et
torpidus“), og er auðsætt, að (no. og so.) dyfra á skylt við þessi orð.
En orðið á sér einnig samsvörun í skyldum grannmálum. Daaver, hk.
í no. máll. merkir ,deyfð, slén‘. A. Torp telur,2 að það sé skylt nno.
so. davra ,réna, lægja‘, en það er vafalaust rangt, sbr. hjaltn. no.
dover ,blundur‘ og so. dover ,verða syfjulegur, blunda‘, orkn. dover
,blunda, móka‘. 011 þessi orð svara að hljóðfræöilegri mynd og merk-
mgu til ísl. so. dofra(st). Þá kemur og fyrir í færeysku so. durva
,móka eða blunda‘, sem er efalítið orðin til úr *duvra fyrir stafavíxl-
an, en samhljóöavíxlan af þessu tagi er mjög algeng í færeysku. Fær.
durva er að sjálfsögðu skylt ísl. dofra(st) og nno. daaver og bendir
eindregið til þess, að langa a-ið í nno. orðinu sé annaðhvort stað-
bundinn (hljóðréttur) framburður fyrir o eða tilkomið fyrir áhrif
1 „Lexicon islandico-latinum," AM 433 I—IX, fol., handrit samið á árunum
'ipp úr 1730.
2 Alf Torp, Nynorsk etymologisk ordbok (Kristiania 1919), 59.