Íslenzk tunga - 01.01.1960, Qupperneq 66
64
ASGEIR BLONDAL MAGNUSSON
írá merkingarskyldura orðum eins og nno. daa ,dá‘. Um írekari ættar-
tölu þessara orða skal ekki fjölyrt hér, en þau eru vitanlega af sömu
rót og doji, duft og daujur. Merkingarsviðið, sem þau taka yfir,
.dimmviðri, þoka, mók, hlundur, deyfð, dund', þarfnast heldur ekki
ýtarlegra skýringa. Slík merkingarvíxlan er algeng og eðlileg, og
nægir í því sambandi að minna á, að deyfa, kvk. merkir í íslenzku
bæði ,úrkoma‘ og ,deyfð‘, að ísl. so. doka ,bíða við‘ svarar til sæ.
máll. dáka ,gufa, anga‘ og að stofninn í íslenzka orðinu mók ,blundur‘
kemur líka fyrir í lo. dimm-mókulegur ,dimmur, drungalegur (um
veður)‘.
Dysma(st) yfir
Ekki er sögn þessi tilfærð í orðabók Blöndals, en í stafsetningar-
orðabók sinni getur Halldór HalldórssonK um so. disma yfir ,verða
undrandi1 og hefur tjáð mér, að hann hafi haft þetta orð eftir vest-
firzkum heimildarmönnum. Síðan höfum við fengið fleiri heimildir
um orð þetta úr mæltu máli og þá einkum af Vestfjörðuin og Vestur-
landi, en reyndar líka úr Norður-Þingeyjarsýslu. Algengasta myndin
er dysmast yfir og merkir fyrst og fremst ,að undrast yfir e-u‘, en
líka ,að býsnast, fárast yfir, fjasa um‘; þelta er elcki til að dysmast
yjir, þ. e. ,furða sig á‘. Einnig þekkist á Vestfjörðum hk.-orðið
dysm ,undrun, æðra‘; vertu ekki að þessu dysmi.
En hvert er þá ætterni so. dysmast og hver rök eru til þess að rita
hana með y? A. Torp getur um norsku orðin dism, hk. og disma, kvk.
jSÓlmistur, móða‘ og telur, að þetta sé sama orðið og nno. dusma
,ryk, móða‘, en i-ið í dism(a) sé til komið fyrir áhrif frá þýzku töku-
orði, sbr. d. dis ,móða‘.4 Ekki er það sennilegt, en líklegra miklu, að
nno. dism(a) sé hljóðverpt mynd af dusma og orðmyndirnar dism
eða disma aóu runnar frá þeim slóðum í Noregi, þar sem y afkringd-
ist og varð i. Færeyska hk.-orðið disrn = dusm ,ryk‘ og so. disma
,rykast, sáldrast niður‘ benda eindregið í þá átt.
3 Halldór Halldórsson, Stafsetningarorðabók með skýringum (Akureyri
1947), 28.
4 Nynorslc etymologisk ordbok, 63.