Íslenzk tunga - 01.01.1960, Síða 67
ÚR FÓRUM ORÐABÓKARINNAR
65
ísL so. dysmasl yjir á og sjálfsagt skylt við so. dosma ,hika, tefja‘
og no. dosm ,seinlæti, daufingjaháttur1, en orð þessi koma fyrir í ís-
lenzku orðasafni frá öndverðri 19. öld (Lbs. 220, 8vo). Þessi orð-
stofn er líka til í skyldum grannmálum; í norsku merkir so. dosma m.
a. ,að móka eða stara orðvana og undrandi‘. Sé lengra rakið, eru
þessi orð af sömu rót og so. dúsa og no. dos og dusi o. s. frv.
Merkingarþróunin í so. dysmasl (yfir) er líka auðskilin og að
nokkru leyti hliðstæð þeim merkingarbreytingum, sem gerzt hafa í
orðum eins og hissa, hlessa, jorviða, agndoja o. s. frv. Dysmast hefur
sennilega upphaflega merkt ,að vera daufingjalegur eða ringlaður4
og síðan ,agndofa af undrun‘.
Freykja
Freykja er gamalt nafn á Geirfuglaskeri við Vestmannaeyjar, og
kemur m. a. fyrir í miðaheitinu Freykjuklakkur. En um það mið far-
Rst sr. Jóni Austmann svo orð í lýsingu sinni á Vestmannaeyjum árið
1843: „Freykjuklakkur. Ydda á Bjarnarey inn úr Faxa og Freykja
við Stafsnes að vestan. NB: Freykja kallast hér sama og Geirfugla-
sker.“ í lýsingu Vestmannaeyja eftir Brynjólf Jónsson (1873) er
miðið ákvarðað sem hér segir: „Freykja við Stórhöfða og Sigmund-
arsteinn við Litlahöfða.“ Og Álseyjarrif dýpra er miðað svo:
!;Freykja (o: Geirfuglasker) við Álsey að vestan og Hábrandurinn
við Álsey að austan.“5 Af því, sem hér hefur verið rakið, sem og
ýmsu öðru er augljóst, að Geirfuglasker hefur líka heitið Freykja,
og bendir allt til þess, að orðið sé gamalt, enda tiltölulega einangrað
og fyrnskulegt í sniðum. Má í því sambandi einnig minna á, að í
miðaheitum geymast oft mjög forn örnefni, sem hafa að öðru leyti
oft gleymzt og vikið fyrir öðrum nýrri.
En hvað merkir þá orðið jreykja? Ekki er mér kunnugt, að það
komi annars fyrir á prentuðum hókum nema í Grettissögu, en þar
bregður því fyrir sem lesafbrigði í einu aðalhandriti sögunnar —
°g svarar til orðsins jlyka, sem stendur á samsvarandi stað í öðr-
5 Sjá Þorkell Jóhannesson, Ornejni í Vestmannaeyjurn (Reykjavík og Kaup-
uiannahöfn 1938), 84 og 159—160.
ÍSLENZK TUNCA 5