Íslenzk tunga - 01.01.1960, Page 68
66
ÁSGEIR BLÖNDAL MAGNUSSON
um handritum. Þetta er í kaflanum, þar sem Þórhallur bóndi er að
ráða Glám fyrir sauðamann. Þar segir: „ „eða eru þar npkkur vand-
hœfi á?“ „Reimt þykkir þar vera,“ sagði Þórhallr. „Ekki hræðumsk
ek flykur [v. 1. freykjur] þær,“ sagði Glámr, „ok þykki mér at ódauf-
ligra.“ “ I orðabókum eru orðin jreykja og jlyka talin merkja ,vofa‘,
en það er a. m. k. villandi, ef ekki rangt. Auðsætt er af sambandinu,
að Glámur notar þessi orð um reimleikana í niðrandi merkingu;
meinvættirnar eru nefndar óvirðingarnöfnum. Hvað orðin merkja, er
ekki fullljóst, en merkingin ,tuskur‘ eða ,lýjur‘ ætti ekki illa við, en
ekki skal það rakið frekar að sinni. í rituðu orðasafni frá því um
1800 (IB 798, 8vo) koma fyrir orðin freykja og jreykjulegur, en sá
er gallinn á, að þau eru ekki þýdd frekar en önnur íslenzk orð, sem
þar eru upp talin. Ég tók því að spyrjast fyrir um orðið jreykja í út-
varpsþættinum, og skal ég nú rekja árangurinn í megindráttum.
Heimildarmaður, ættaður úr Húnavatnssýslu, greindi frá því, að
orðið jreykjumór væri notað um mó, sem væri laus í sér, og lo.
jreykjulegur um e-ð glypjulegt. Af Vestfjörðum bárust fregnir uni,
að orðin jreykja og freykju- eða frikjumór tíðkuðust þar um lélegan
mó, t. d. næst botni í mógröfum. 1 Mýrasýslu var orðið jreykja haft
um gisið efni, svo sem prjón, léreft eða annað. Af þessu virðist mega
ráða, að jreykja hafi merkt ,e-ð glypjukennt, laust í sér‘, og kemur
það vel heim við notkun orðsins í Grettlu. Freykja á vafalaust skylt
við físl. orðið frauki, kk. ,froskur‘, en froskar voru oft nefndir eftir
frauðkenndu og kvapalegu holdi sínu eða húðslími. Nægir í því sam-
bandi að minna á norræna orðið jrauðr, d. frö ,froskur‘, sem er
reyndar sama orð og jrauðr eða jrauð ,froða‘ og á m. a. skylt við e.
frog ,froskur‘, ísl. frugga o. s. frv. Er þar með alveg úr sögunni sú
skýring, að jrauki (og jreykja) séu dregin af ie. rót *preu- ,hoppa‘,
sbr. findv. so. právate ,stekkur‘, plava ,froskur‘, enda mun hún naum-
ast eiga við findv. orðin heldur.
Áðurnefnd merking orðsins jreykja fær enn frekari stuðning af
orðinu frikja, kvk., sem vafalítið er af sömu ætt og haft um svipuð
6 Grettis saga Ásmundarsonar, Guðni Jónsson gaf út (íslenzk fornrit, VII;
Reykjavík 1936), 110.