Íslenzk tunga - 01.01.1960, Page 69
ÚR FÓRUM ORÐABÓKARINNAR
67
eða skyld fyrirbæri. í orðabókum þeirra Guðmundar Andréssonar7
og Jóns frá Grunnavík er jrikja talið merkja Jéleg flík, glypjuleg eða
lausprjónuðb8 En orðið jrilcja lifir reyndar enn í mæltu máli. Á
Vestfjörðum er sagt: Flíkin er orðin eins og jrikja, þ. e. ,grisin og
slitin1. Úr Fnjóskadal böfum við dæmi um kvk.-orðið frilcja í merk-
ingunni ,stórgert hey, hálfgerður ruddi1. 1 Borgarfirði vestra kemur
fyrir orðið jrikjuband ,gróft band‘. 1 orðasafni Arnar Arnarsonar (í
handriti) er nefnt orðið sinujrikja; merkingin er reyndar ekki til-
greind, en orðið þýðir vafalítið sama og sinurubb e. þ. h. Á Vest-
fjörðum merkir jrikjumór sama og freykjumór. Einnig er til orð-
myndin frikjubrýni — frekjubrýni ,gróft sandsteinsbrýni4. Frekja
eða frekjubrýni ,gróft brýni‘, andstætt við hein, er allgamalt í málinu
og finnstm. a. í orðabókum þeirra Guðmundar Andréssonar (bls. 78)
og Grunnavíkur-Jóns. Elzta heimild, sem ég þekki um orðið, er Sig-
urðarregistur (1579), og er þar ritað jrekubrýni, en það er efalítið
ritháttur fyrir jrekjubrýni, með því að nokkuð tíðkaðist að rita ekki
j milli k og u eða ic og a á þeim tímum. Orðið hefur snemma verið
sett í samband við lo. jrekur, og er það m. a. gert í orðabók Guðm.
Andréssonar, og líklegast að e-ið í orðinu sé þannig tilkomið. Orðin
jrekja eða frikja = jrekjuviður ,grófur viður og laus í sér‘ benda líka
til þess, að frekja sé sama orð og frikja — og e-ið í stofninum síðar
til orðið.
Ég nefndi það hér að framan, að jrikja (og frekja) mundu vera af
sömu ætt og freykja. En hvernig er þá skyldleikanum háttað? Hugs-
anlegt er, að freykja hafi breytzt í jrikja eða frekja, einkum sem
seinni liður í samsettu orði, t. d. brýnis-jrekja, klœðis- eða sinufrikja
o. s. frv. Ekki þykir mér það þó trúlegt, en líklegra miklu, að hér sé
um hljóðskipti að ræða (*frauk- : *jruk-). Frétt höfum við, að til
hafi verið austanlands kk.-orðið jroki ,e-ð laust í sér, t. d. vefnaður,
7 Lexicon islandicum, scriptum a Gudmundo Andreæ Islando (Havniæ 1683),
79.
8 Skv. orðabók Jóns frá Grunnavík hefur hann lesið áðurnefnda orðmynd í
Grettis sögu ifreykjur) sem jrikjur eða fríkjur, og má vera, að svo hafi verið
ritað í því handriti, sem hann hafði fyrir sér.