Íslenzk tunga - 01.01.1960, Side 72
70
ÁSGEIR BLÖNDAL MAGNÚSSON
aðan skinnsokk). Þá er og til sunnanlands lo. grippilslegur um e-ð
þröngt og þófið, t. d. ullarflíkur, sokka eða vettlinga; þetta er svo
lítið og grippilslegt. í Rangárvallasýslu þekkist og orðmyndin grippl-
irtgur jþófinn og hlaupinn vettlingur‘; þessi gripplingur er of lítill.
Svo sem ljóst má vera af því, sem að ofan greinir, á orðið gripp-
ill (greppill) ekkert skylt við ft.-orðin griplur eða griplar, et.
gripla, gripill, ,þumalstýfðir fingravettlingar‘, enda merkingin gjör-
ólík. Síðarnefndu orðin eru kunn um allt land og að sjálfsögðu leidd
af so. grípa. Orðið grippill ,þröng flík‘ er hinsvegar auðsæilega
myndað af orðinu greppur með i-hljóðvarpi og viðskeytinu -il(l).
E-itS í húnvetnsku orðmyndinni (greppill) er naumast upphaflegt, en
hefur sennilega þrengt sér aftur inn í orðið fyrir áhrif frá greppur.
Ég nefndi það hér að framan, að orðið greppur í áðurgreindri
merkingu hefði ekki komizt á bækur fyrr, og má það til sanns vegar
færa. Rétt er þó að geta þess, að við höfuin eitt eldra dæmi um orðið
en þau, sem hér hafa verið nefnd, en það er í orðasafni (í handriti)
frá því laust eftir aldamótin síðustu eftir Grím Jónsson kennara á
ísafirði. En þar segir, að greppur merki ,lítill vettlingur1.
En hver er þá uppruni og ætt orðanna greppur og grippill? Naum-
ast leikur vafi á, að greppur ,þröng flík‘ er sama orð og greppur
,hrognabrók í fiski1. Til er í no. máll. kvk.-orðið greppa ,þykkur,
kekkjóttur vökvi‘ og lo. greppeleg ,eins og greppa, stórgerður, rudda-
fenginn, klunnalegur1, og má telja líklegt, að þessi orð eigi skylt við
ísl. greppur. í fornuin íslenzkum rímum, Þrændlum, kemur fyrir
kvk.-orðið greppa ,einhverskonar hirzla, skjóða eða kista1 og er efa-
lítið af þessum sama toga.
Þá er og harðla sennilegt, að orð eins og grepp(i)trýn, grepp(i)-
leitur og greppslegur eða greppilegur séu líka af þessari ætt, en þessi
þrjú síðasttöldu lýsingarorð eru einkum höfð i merkingunni ,ófríður,
stuttleitur, grettur eða bólginn í andliti‘. Einnig er til í nýmálinu kk.-
orðið greppur ,ófríður maður‘ og á sér efalítið fornar rætur, sbr.
Svarfdælu og Flateyjarbók, þar sem orðið greppr er notað um þá
Klaufa og Dofra jötun og lýtur vafalaust að útliti þeirra. í Svarfdælu