Íslenzk tunga - 01.01.1960, Side 73
ÚK FÓRUM O RÐABÓKARI N N AR
71
segir:9 „Þá sá þeir ekki lítinn grepp suðr við garðinn, ok var þat
Klaufi ok hafði höfuðit í hendi sér . . .“ Þá kemur og tröllkonuheitið
Greppa fyrir i Allra flagða þulu og Greppur nefnist einn af sonum
Grýlu og Leppalúða (lesafbrigði í Grýlukvæðum).10
Fornt er það og kemur m. a. fyrir í vísu eignaðri Braga Bodda-
syni, að skáld eru kölluð greppar, og orðið grepp(u)r er að fornu
einnig haft um garpmenni og menn yfirleitt. Sneglu-Halli er og kall-
aður orðgreppr eða orðgarpr ,orðhákur‘ í þætti þeim, sem við hann
er kenndur. Ýmsir hafa talið, að greppur í þessum síðastnefndu
merkingum ætti ekkert skylt við hin greppa-orðin, en ekki get ég
fallizt á það. Og er hvorttveggja, að skýringartilgátur þeirra (skylt
garpur eða hreppa) standast litt frá hljóðfræði- og merkingarlegu
sjónarmiði, og eins sýnist Iítil ástæða til að skilja greppa-orðin í
sundur og rekja þau til ólíkra róta. Orðstofninn eða rótin virðist í
upphafi merkja ,að dragast saman eða hrukkast1, og verða merking-
arafbrigðin í greppur þá eðlileg og skiljanlegt, að hægt var að nota
orðið jafnt um skorpnar og samanhlaupnar flíkur eða hluti sem
ófríða og stórskorna menn, veðurbitna garpa og hrukkótta og hára
þuli eða skáld.
En hversu er þá háttað æltartengslum orðsins greppur við orða-
forða annarra germanskra eða indóevrópskra mála? Þau eru vægast
sagt helzt til óljós og torráðin. Ekki er þó ósennilegt, að greppur eigi
skylt við flþ. grimpa, mlþ. grimpe ,lítill fiskur af kýtlingaætt‘. Um
skyldleika þýzka orðsins við gríska fiskheitið khremps er allt óviss-
ara. F. A. Wood taldi, að þessi orð væru af sömu ætt og mhþ. grim-
pfen ,dragast, herpast saman1,11 en ekki hef ég fundið þá sögn í þýzk-
um orðabókum, nema sem afbrigði af krimpjen ( = ísl. kreppa), að
9 Eyfir&inga spgur, Jónas Kristjánsson gaf út (íslenzk fornrit, IX; Reykja-
vík 1956), 175.
10 íslenzkir vikivakar og vikivakakvœSi, Ólafur Davíðsson hefir samið og
safnað (Kaupmannahöfn 1894), 108 og 141.
11 „Greek Fish Names; Part III,“ American Journal of Philology, XLIX
(1928), 180—181.