Íslenzk tunga - 01.01.1960, Page 76
74
ÁSGEIR BLÖNDAL MAGNUSSON
við svo frekari staðfestingu á þessu orði í bókum, bæði skrifuðum og
prentuðum. Guðmundur Davíðsson frá Hraunum í Fljótum getur um
orðið trýja ,tætla, snipsi‘ í orðasafni sínu (í handriti), og í orðabók
Jóns frá Grunnavík eru tilfærð orðin trýa, kvk.,trefjaúrslitnu klæði‘,
(„particula panni detrita“); so. trýa ,að rífa e-ð í trefjur1 („in parti-
culas terendo divellere“), at trýa e-ð upp; trýaðr ,trosnaður‘ („de-
tritus“) og trýan, kvk. ,það að rífa eða trefja í sundur1 („actus ter-
endi“), kvk.-orðið trýja ,rýja eða lufsa‘ kemur og fyrir í kvæði eftir
Benedikt Gröndal, eldra, og í rímum eftir Snorra Björnsson á Húsa-
felli.
Svo sem sjá má af þessari upptalningu, eru nógar og traustar heim-
ildir fyrir tilvist þessa orðs í íslenzku; hitt er furðulegra, að svo virð-
ist sem það eigi sér enga beina samsvörun í skyldum grannmálum. Eg
hef ritað orðið með ý hér að ofan og fylgt þar dæmi Guðmundar
Andréssonar og Jóns frá Grunnavík, en fyrir því eru samt engin full-
gild rök. Orðið kemur fyrst fyrir á bókum, er y og i höfðu fallið sam-
an í framburði, og þar sem grannmálin bregðast, verður ekki með
neinni vissu úr því skorið, hvort heldur skuli rita tría, trýja eða jafn-
vel trígja eða trýgja. Líklegt er, að trýja sé af sömu frumrót og gotn.
ga-tairan, fe. teran ,rífa‘ og skylt nísl. tirja ,drusla, lýja‘. Þá hallast ég
helzt að því að rita trýja (með ý) og þykir trúlegast, að stofnsér-
hljóðið sé germ. ú eða eu, sbr. orð eins og trjóna og trys og fhþ.
zitaroh (< *te-tru-ha) ,útbrot á hörundi1; hvort orðið hefur í önd-
verðu haft viðskeytt -g skal hér ósagt látið.
Ég hef rakið hér nokkur dæmi um orð úr mæltu máli, sem hlust-
endur hafa frætt okkur um og sum hver voru ekki til á bókum eða fátt
um þau vitað. Mörg fleiri dæmi mætti tina til, en þessi verða að
nægja að sinni, og vona ég, að þau endist til þess að renna frekari
stoðum undir ýmislegt af því, sem ég veik að í inngangsorðum mín-
um.
OrSabók Háskóla íslands,
Reykjavík.