Íslenzk tunga - 01.01.1960, Síða 79
UM „BOÐHÁTT LIÐINS TÍMA“
77
„Nú mun ek gefa þeim byr burtu heðan, jafnt slíkan sem
Finnar gáfu þeim hingat.“ Þá mælti Oddr fyrir munni sér:
„Gef þú allra manna ok trölla armastr.“
Örvar-Odds saga, FAS, I, 302.
Kolbjgrn segir: „Svá hyggsk mér, at ek mun eigi þat til
vinna at berjask við Skeggja.“ Gísli biðr hann mæla allra
manna armastan [bein ræða: „Mæl þú allra manna armastr11],
— „ok þótt þú verðir allr at skgmm, þá skal ek nú þó fara.“
Gísla saga Súrssonar (E-gerð), IF, VI, 9.
Að lokum er hér dæmi svipaðs eðlis, að því er virðist, og dæmin
hér að ofan, að öðru leyti en því, að sjálfan boðháttinn (far þd . ..
eða ver þá ...?) vantar.
Hemingr segir: „Þat er sannast, al hér er lítit í hættu um
gamlan mann. Er falls ván at fornu tré, ok mun ek fara sendi-
för þessa.“ Konungr segir: „Allra drengja hraustastr á sjó ok
landi, var þess ván at þér mundi vel fara.“
Sturlaugs saga starfssama, FAS, II, 318.
Boðháttar-orðmyndir eins og gef greinast í tvær merkingarberandi
myndfræðilegar eindir (morfem),2 annars vegar rótar-morfemið gej-
með merkingunni ,gefa‘, hins vegar beygingar-morfemið 0 (= núll;
engin ending) með merkingunni ,boðháttur eint. (2. pers. nút.
germ.)‘. Fyrra morfemið er merkingarlegt (semantískt), hið síðara
niálfræðilegt (grammatískt). A sama hátt greinast aðrar beygingar-
niyndir sagna í tvö eða fleiri morfem, t. d. gajt, sem greinist í merk-
mgarlega morfemið gej- (merking: ,gefa‘) -)- málfræðilegu morfem-
ln e—> a (merking: ,þátíð eint. frams.1) og -t (merking: ,2. pers.‘).
Eins og próf. Stefán bendir á í grein sinni, fylgja boðhættinum í
2 Sjá Lingua Islandica — íslenzk tunga, I (1959), 146.