Íslenzk tunga - 01.01.1960, Page 80
78
UM „BOÐHÁTT LIÐINS TÍMA“
þessari notkun ætíð lýsingarorðin heill eða artnr, í frumstigi eða há-
stigi, og er það „einkennandi ... fyrir þessa notkun boðháttar ...
að í öllum dæmunum er felldur dómur í viðurlagslýsingarorðunum
um verknaðinn sem í sögnunum felst“ (bls. 1261. Er því augljóst, að
boðháttarmerkingin á við þessi lýsingarorð, þ. e. í boðhættinum felst
ósk um heill eða ógæfu um ókomna tíð þeim til handa, er verkið
vann. Lýsingarorðin standa þannig sem sagnfylling í setningunni,
ekki sem viðurlag við frumlag boðháttarins. I samræmi við það er
það sterka beygingarmyndin, sem notuð er. í dæmum eins og gej þú
allra manna heilastr er merkingin því sú, að þess er óskað, að gef-
andinn skuli um alla framtíð hljóta meiri heill en nokkur annar
maður fyrir gjöfina, er hann hefur þegar gefið. Boðháttarmerkingin
á því greinilega við ókomna tíð eins og endranær í íslenzku.3
A hinn bóginn ber þess að gæta, að þar sem boðháttarmerkingin
í þessum sagnmyndum á ætíð við ókomna tíð, þá vísar rótarmerking
þeirra aftur á móti til atburðar liðinnar tíðar, t. d. til gjafarinnar,
sem þegar hafði verið gefin, í dæminu hér að framan. Þessar tvær
merkingar sagnmyndarinnar vísa þannig til tveggja ólíkra atburða,
þ. e. gjafarinnar annars vegar og hinnar ókomnu heillar (eða ógæfu)
hins vegar.
Hin almenna regla er hins vegar auðvitað sú, að bæði merking
rótarinnar og beygingar-morfemanna vísa til sama verknaðar eða
atburðar, hvort sem er í liðinni tíð eða ókominni. Má því segja, að
enda þótt rótar-morfemið og beygingar-morfemið myndi eina orð-
3 Olafur Þ. Kristjánsson, skólastjóri í Hafnarfirði, ritaði próf. Stefáni Einars-
syni bréf ídags. 28. des. 1959) um grein hans. Hefur próf. Stefán sent ritstjórn-
inni bréf þetta. Kemst bréfritari þar að sömu niðurstöðu um þessa notkun boð-
háttar. blann segir:
Skilst mér af þessu, að fullkomin framtíðarmerking sé í boðhættinum
í öllum hinum tilfærðu dæmum eins og endranær er í boðhætti á ís-
lenzku. (Eg held, að það sé ekki rétt, að hugsunin í orðum Njáls: „Njól-
ið heilir handa“ sé, að „bræðurnir njóti handa til verka, sem þeir hafa
þegar unnið, og hafi þökk fyrir það“ (bls. 122), heldur frekar á hinn
veginn, að í þakkar skyni fyrir verkið skuli heill fylgja höndum þeirra í
framtíðinni, hendurnar verða þeim til gagns og gæfu.)