Íslenzk tunga - 01.01.1960, Page 81
UM „BOÐHÁTT LIÐINS TÍMA“
79
mynd í boðháttarmyndum eins og gej í gej jtú allra manna heilastr,
þá eigi merkingar þessara morfema ekki saman: Rótar-morfemið í
gej vísar til liðins atburðar, gjafarinnar, en til þess atburðar vísar
ekkert beygingar-morfem í setningunni; beygingar-morfemið í gef
(0) vísar hins vegar til ókomins tíma, framtíðargæfu gefandans, en
í setningunni er engin sagnrót, sem vísar til hans.
Mætti því leysa þessa setningu upp í tvær, með tveimur sagnmynd-
um, er vísa hvor um sig til síns atburðar, eitthvað á þessa leið: Nú
gajt þú góða gjöf, og ver þú allra manna heilastr fyrir hana. Má því
tákna þá sagnorðaskipan, er fram kemur í gej þú allra manna heil-
aslr, þannig: Merkingarlegt morfem (gej-) -\- [málfræðileg morfem
(t. d. e —> a -(- -t) -(- merkingarlegt morfem (t. d. ver-) -(-] mál-
fræðilegt morfem (0; boðh.). Það, sem innan hornklofa er, má því
segja, að sé undanskilið, en þau tvö sagna-morfem, sem eftir eru, eru
sameinuð í eina orðmynd (boðh. gej), enda þótt þau, merkingarlega,
eigi við ólíka atburði.
Það, sem einkennir þá orðaskipan, sem fram kemur í gej þú allra
rnanna heilaslr, er því ekki það, að boðhátturinn sé þar notaður „um
atburði liðins tíma“, því að það er hann ekki; hann vísar hér til
ókomins tíma eins og endranær. Heldur er það sérstakt við þessar
setningar, að þær myndast við það, sem kalla mætti úrjellingar-orða-
skipan (elliptíska konstrúksjón), þ. e. í henni eru undanskilin þau
atriði, sem vegna samhengis er ekki þörf að taka fram, annars vegar
beygingar-morfemin, sem heyra til rótarmerkingunni ,gefa‘, og hins
vegar rótar-morfemið, sem heyrir til boðháttarmerkingunni. Merking
beygingar-morfemanna, sem undanskilin eru, er ljós af samhenginu:
þátíðar-(frams.-germ.)-merkingin er Ijós af því, að atburður sá, sem
att er við, er nýliðinn og um hann getið í frásögninni; 2.-pers.-eint.-
merkingin er og ljós af samhenginu, þar sem hún er sú sama og felst
1 boðháttar-morfeminu, þ. e. gerandinn er sá sami, er gaf og njóta
skal heillar um ókominn tíma. Merking rótar-morfemsins, sem undan-
skilið er og fylgja ætti boðhættinum, skiptir heldur ekki máli og er
raunar alveg óþörí í þessu sambandi. Getur það engum misskilningi