Íslenzk tunga - 01.01.1960, Page 82
80
UM „BOÐHÁTT LIÐINS TÍMA“
valdið, þó að það morfem sé fellt burtu. Er hér að framan gert ráð
fyrir, að um sé að ræða morfemið ver-, þar sem merking þess er
einna hlutlausust allra sagnróta, þegar það stendur sem tengisögn
(kópula).4
HREINN BENEBIKTSSON
Háskóla 1 slands,
Reykjavík.
4 Ef til vill mætti styðja þessa skýringu enn frekar með að vísa til síðasta
dæmisins, er próf. Stefán tilfærir hér að framan, þar sem boðháttinn vantar, en
uppbygging setningarinnar að öðru leyti svipuð og í hinum dæmunum. Væri úr-
felling boðháttarins einkum skiljanleg, ef gert væri ráð fyrir, að hann ætti að
vera ver þú. Þetta síðasta dæmi er þó allt of sérstætt og óljóst, til að hægt sé
að draga af því ályktanir. í fyrsta lagi yrði að hugsa sér, að hinn úrfelldi boð-
háttur væri mœl þú, til að um þessa notkun boðháttar væri að ræða. (Ef hann
hefði verið jar eða ver, væri þetta venjulegur boðháttur). I öðru lagi er lýsingar-
orðið, sem í setningunni stendur, hraustr, ekki heill eða armr eins og ætíð endra-
nær. Sennilegra miklu er því, að liðurinn allra drengja hraustastr .. . sé annað-
hvort eins konar ávarpsliður (þ. e. þú, sem ert allra ...) eða bein fullyrðing
( = þú ert allra__).