Íslenzk tunga - 01.01.1960, Blaðsíða 87
nOKTORSVÖRN
85
mistök, er blöðin voru bundin, því að röð þeirra er engan veginn
nærri réttu lagi.
Brotin hefjast á kveri, sem nú er sex blaða, því glatazt hefur einn
tvíblöðungur, sá þriðji af fjórum. í efnisyfirliti doktorsefnis segir,
að á fremstu síðu séu oraciones. Það er ofurlítið villandi. Þar er að
finna bænargerð skrifarans í tíðagerðarformi og hefst með sama
hætti og náttsöngur: Dornine, labia rnea aperies, etc. Deus in adju-
toriurn meum, etc. Gloria patri, etc. Pater noster. En svo hnikar til í
næstu liðum. Lýtur þetta að starfi skrifarans sem stöðugri bæna- og
tíðagerð. Þá tekur við prologus, en á bls. 2 hefst Ps. I. Að öllum lík-
mdum má ætla, að glatazt hafi kver hið fyrsta í psaltaranum, og gæti
hafa verið á því rímtal. Nú má tímasetja rithöndina með allmikilli
nákvæmni, en hún nefnist hér á eftir fyrri höndin. Meðal dýrlinga
nefndra í innganginum eru Þorlákur og Jón, sem ásamt bókfellinu
°g íslenzku bænarjátningunni sýna, að verkið er íslenzkt. Ps. I. hefst
með upphafsstaf (B) með frumstæðri Fleuronnée-gerð í rauðum og
hláum lit aðallega; vottur af gyllingu sést ennfremur. Stafur þessi
sýnir engin ensk áhrif, en gæti verið eftir norður-franskri fyrirmynd.
Má og minnast, að í prologus er tjáð, að verk skrifarans eigi að vera
regibus noslris, m. a., lil hagshóta.2 Bendir það til tíma eftir Gamla
sattmála, nema það stafi frá forriti.3 Höndin ætti þá ekki að vera
eldri en frá upphafi 14. aldar. Staki tvíblöðungurinn 31/32 og 33/34
er úr niðurlagi sjálfs psaltarans og hefur reyndar myndað kver. Bls.
31, fremri dálkur, endar á leónínsku hexametri,4 og er dálkur sá með
lyrri hendi. Svo hefur afgangsplássið verið nýtt á þann hátt, að
íslenzka bænarjátningin hefur verið skrifuð inn, en jafnframt
ákveðið að auka við psaltarann. Er bænin í fljótu hragði að sjá með
annarri hendi. En það er öruggt, að sami skrifari hafi verið að verki,
2 í prentun formálans í Leifar fornra lcristinna frœtta íslenzkra (útg. Þorl.
bjarnarson; Kaupmannahöfn 1878), ix:i—4 hafa orðið nokkur mistök. Þar á
að standa: tuorum N. et pro beatissimo papa nostro N. et episcopis nostris NN.
el regibus nostris NN. et pro ...
3 Sjá sérkafla I.
4 Sbr. Katalog over clen arnamagnœanske Hándskriftsamling, I (Kpbenhavn
1889), 211.