Íslenzk tunga - 01.01.1960, Side 88
86
DOKTORSVÖRN
en eins og algengast var, hefur hann haft fleiri leturgerðir á valdi
sínu. M. a. má henda á, að bænarjátningin endar á skammstöfun,
xncm, eins skrifaðri og niðurlag Gregoriusbænar, bls. 14. Ennfremur
er hana að finna bls. 16b. Birtast sömu rithandareinkenni í því orði.
Er mikilsvert að geta hér bent á latínuhönd og íslenzkuhönd eins og
sama skrifara. Þessa hönd má tímasetja með fullu öryggi um 1325.
Gagnger athugun á innihaldi bænarinnar og samsetningu, sem er
skemmtilegt verkefni, mundi slípa þessa niðurstöðu.5 Tímasetning
þessarar bænar hefur valdið því, að menn hafa álitið 241 í heild
mjög fornt. Doktorsefnið bætir hér mjög úr, er hann tímasetur Þor-
lákstíðir samkvæmt nótnagerðinni á bilið 1350 til 1450. Að því
verður vikið aftur. Bls. 34, að íslenzku bæninni lokinni, hefst latínu-
bæn, en hefur íslenzka yfirskrift: Gregorius b0n.(] Tekur það, sem af
henni er á þeirri síðu, sjö línur og er með fyrri hendinni. Framhald
hennar er reyndar að finna bls. 13, sbr. þó efnisyfirlit doktorsefnis,
og endar hún í fyrra dálki bls. 14. Þar með er tímasetning brotanna
með fyrri hendinni örugglega sú sama og bænarjátningarinnar.
Afastur við bl. 13/14 er geiri, er kemur fram milli bls. 22 og 23.
Hann er skorinn mjög nærri kili, en þó sjást flestöll línuupphöf öðru
megin, er snýr að bls. 22. Er hér um að ræða svo til eingöngu upp-
hafs-5 með minni gerð; tvö O eru inn á milli, en þriðja O-ið neðst.
Nú er hl. 59/60 stakt; með óréttu límt við bl. 53/54. Blaðið hefst á
6. lið Aþanasíusjátningar með fyrri hendi, og er hún er á enda, hefst
lítanía, og segir í fyrirsögninni: letania id est genadii /íost/ i.7 Það er
mjög h'klegt, að blaðgeirinn sýni framhald hennar, og kemur því hl.
59/60 inn í kver, sennilega fjórblöðung, þar sem bls. 13 er fremsta
síðan. Kver þau, sem á eftir verður raðað, eru fjórblöðungar. Milli
bls. 14 og 15 virðist vera týnt eitt kver. Efnið ætti a. m. k. að hafa
verið niðurlag lítaníuákallsins, Maríu- og Pétursbænir sem framhald
lítaníunnar. Bls. 15 hefst á bæn til Páls postula. Svo er samfelldur
texti út bls. 22. Þetta er eitt kver, fjórblöðungur. Bls. 17 hefjast sálu-
n Sjá sérkafla I.
8 0 með kommu yfir og lykkju undir. Sjá um Gregoriusbæn sérkafla II.
7 Sjá sérkafla III.