Íslenzk tunga - 01.01.1960, Page 90
88
DOKTORSVÖRN
Síðasti tvíblöðungurinn, 71/72 og 73/74, er sá innsti í kveri úr
psaltaranum og með sömu hendi, en nú bundinn öfugt.
Það skal tekið fram, að leturgerð skrifarans er nokkuð misjöfn,
allt eftir ástandi bókfells, penna, bleks og hans sjálfs. En öruggt er,
að um einn og sama mann er að ræða, en sennilega viðvaning; a. m.
k. eru ritvillur ískyggilega margar.
Þetta yfirlit sýnir þá, að hin upphaflega skinnbók muni bafa verið
rituð uin 1325. Úr henni hefur að líkindum glatazt fyrsta kver. Psalt-
arinn sjálfur ætti að líkindum að hafa verið níu kver, áttblöðungar.
Varðveitzt hafa blöð úr fjórum kverum ófullum. Miðað við blaðsíðu-
tal 241, en í réttri röð eftir lesmáli, eiga síðurnar að lesast svo: 1—4,
5—8, 9—12, 63—66, 61—62, 69—70, 67—68, 73—74, 71—72; þá
kemur síðasta kverið í sjálfum psaltaranum, tvíblöðungur, bls. 31—
34, svo er fjórblöðungur, bls. 13—14, (týnt blað inn á milli), 59
—60, svo blaðgeirinn; þá er eitt kver týnt; þá koma lokakverin tvö,
bæði fjórblöðungar, bls. 15—30. Eftir þessu ætti skinnbókin upphaf-
lega að hafa verið minnst sextán kver.
Það skal tekið fram, að öll brotin þessi eru tvídálka og 27 línur
í hverjum dálki.
I gerð sinni hefur psaltari þessi verið gerður til notkunar við tíða-
gerðina. Sbr. einnig athugasemdina um gerð myndanna og athugun
doktorsefnis á líkingu sálutíðanna við Aníiphonale Sarisburiense.u
Gæti það bent til forrits frá N.-Frakklandi eða Englandi. Sálmunum
er skipt í flokka, en hver flokkur endar á bænargerð, up]ibyggðri að
hætti tíðagerðar. Psaltarinn hefur svo verið aukinn strax, er hann
var ritaður, með órazíum, sálu- og passíutíðum.
Slík samsetning er engan veginn óalgeng, og vísast til máldaganna
um það.
Það er athyglisvert, að öftustu tvíblöðungarnir, bls. 67—70 og
71—74, bera þess menjar að hafa verið hafðir um stuttan tíma í
band. I fyrri blöðunum sjást saumgöt að ofan og rákir eftir brot. I
efri spássíu bls. 70 stendur með hendi frá um 1600: jon magnusson
a þ.nan psaltera þvij magnus hakason gejjr meli [eh vafasamt].
9 Bls. 34 í ritgerðinni.