Íslenzk tunga - 01.01.1960, Page 92
90
DOKTORSVORN
rannsóknar, þ. e. bls. 35—58. Lýsing hans á þeim er góð og álízt full-
nægjandi vegna sérsviðs rannsóknarinnar. í 4. lið, bls. 35, hefur þó
fallið niður að geta þess, að upphafsstafurinn G bls. 39 í 241 er
rauður. Tímasetning doktorsefnis á blöðum þessum er frá miðri 14.
til miðrar 15. aldar, og er þá farið eftir nótnagerðinni, en neðanmáls,
bls. 44, getur hann þess, að það komi ekki í bága við rannsókn á
skriftareinkennum textans. Og bls. 42 bendir hann á, að blöðin séu
afskrift. Allt stenzt þetta. Til gamans má geta þess, að í 10. nmgr., bls.
34, hefur fyrir slysni komizt inn stórt R fyrir A, en fyrir bragðið er
tilvitnaður staður auðfundnari.
Til viðbótar því, sem doktorsefni færir fram um skriftareinkennin
bls. 34, 11. nmgr., má benda á, að bjúg-s er lokað og sett hárstrik
ofan frá hægri. Ætíð er notað bjúg-d, sem ætti að vera frekar ungt
einkermi í missale-skrift. Stórt T er gert með legg niður, er sveiflar
upp í boga til hægri, og er dreginn á móti honum annar bogi gegnum
miðjan legginn, eða stundum lengdur upp í aðallegginn, en ofan á
aðallegg er sett ákveðin bárusveifla, en miðja hennar á aðalleggnum.
A. m. k. einn alvarlegur mislestur í Fornbréjasajninu stafar frá þess-
um staf, sem líkist stóru G, og það í skjali frá sjöunda tug 16. ald-
ar.11 X er skrifað með sterkum drætti ofan frá vinstri, en með léttri
sveiflu ofan frá hægri, eða tveim að ofan og neðan, í miðju er sett
sterkt þverstrik. Bls. 37n kemur fyrir y. Það er greinilega skrifað
saman úr stöfunum i og j, sbr. bls. 395 og 548—9, en lil skilgrein-
ingar er settur einn punktur yfir stafina sameiginlega. Á hinum stöð-
unum þremur er sett skástrik bæði yfir i og j til að tryggja réttan
lestur, þ. e. tvöfalt i. Virðast þessi atriði öll saman komin nógu veig.-:-
mikil til að álíta megi með öryggi, að blöðin hafi verið skrifuð á
öðrum fjórðungi 15. aldar elzt. Hálfkúrsívinn, sem sami skrifari
notar í rúbríkum, mælir ekki á móti þessu, né heldur gerð upphafs-
stafa, nema síður sé.
Sé bókfellið borið saman við bókfellið á psaltaranum, þá er það
11 Dipl. Isl., XIV (1944—49), nr. 330, þar sem lesa ber Tractua í stað Gractj.
Og eru athugasemdir útgefanda með öllu marklausar. Frtimskjalið, sem nú er í
Þjóðskjalasafni, tekur af allan vafa.