Íslenzk tunga - 01.01.1960, Qupperneq 94
92
DOKTORSVÖRN
ert, sem bendir á brot þetta. Skinnbréfin frá 1588 og 1589 í sambandi
við viðtöku Odds Einarssonar biskups á stóls- og kirkjuforráðum
segja ekkert um þetta, né heldur hin rækilega afhendingarbók Brynj-
ólfs biskups 1674. Að vísu er freistandi að líta á afhenta bók nr. 20:
Saungbok skertdt í Latinu VI alner, en það sannar ekkert.13 Hitt er
og mikið áhyggjuefni að verða að geta þess, að á dögum Brynjólfs
biskups voru seldar samtals 57 skinnbækur frá kirkjunni fyrir sam-
tals 20 hundruð og 42 álnir.1 4 Eigi kemur heldur neitt fram í úttekt-
inni 1698, en úttektin eftir Jón Vídalin látinn sýnir, að Árni Magnús-
son hafi keypt ýmislegt af kirkjunni, en það er ekki tilgreint þar í
öllum smáatriðum.1 r* Brynjólfur biskup lét sér það lynda að selja
óþarfar skinnbækur. Hins vegar segir Oddur biskup sjálfur í yfirliti
frá 1612:16 „En hvað sem á skræðurnar og lesbækurnar vantar,
hefur úr sér gengið af meðferð þeirra í skólanum og sumt hef ég hafl
utan um skrifaðar bækur mínar til saurblaða.“
í efri spássíu bls. 46 stendur: kennemanligre per.sonv eireke orpkiv
syne skrifa. Kennimaður með því nafni þekkist enginn nú, þótt ófeðr-
aður Eiríkur djákni hafi verið uppi um 1540 austur í Lóni eða
Hornafirði.17 Eini maður með Órækju heiti síðan Órækju Sturlu-
svni sleppir um 1350, í Fornbréjasafninu, er Órækja Stefánsson í
Skaftafellsþingi 1490. Er hann þá staddur í Þykkvabæ í Veri,
klaustri Þorláks helga, og er vottur að gerningi, er þá fer fram milli
áðurgreinds síra Sveins Jónssonar og abbadísarinnar í Kirkjubæ
annars vegar og ábótans og conventubræðranna þar hins vegar.16
Höndin á klausunni er viðvaningsleg og stirð, og þótt m-ið sé heldur
gamallegt, þá virðist ekki ástæða til að ætla, að klausan sé öllu eldri
en upphaf 16. aldar miðað við stafagerðina almennt. Klausur með
sömu hendi virðast vera á bls. 48 og 56; einnig gæti hugsazt, að við-
13 Þjóðskjalasafn, Bps. A VII 1, bls. 113.
14 sama, bls. 58—60.
13 Bps. A VIII 3.
10 Árbók hins íslenzka fomleifafélags, 1886, 65.
17 Dipl. Isl., X. 585.
18 Dipl. Isl., VI (1900), 697.