Íslenzk tunga - 01.01.1960, Page 95
OOKTORSVORN
93
bótarlínan bls. 53 í 241 væri með sömu hendi. Það mætti nú gera
sögu til skemmtanar, en ekki fræða. Vel gæti hugsazt, að eftir allt
væri hér um skræðu úr Þykkvabæ að ræða, þótt hún samkvæmt for-
málanum varla hafi verið klausturbók í upphafi, og að Órækja hefði
þar leitað sinnar próventu, en að Oddur Einarsson biskup, sem þrátt
fyrir sína eigin yfirlýsingu kunni vel að meta fornar skinnbækur og
forn fræði, hafi komizt yfir hana og þáverandi eigandi skrifað á
hana afsal. Það vill svo heppilega til, að skjöl klaustursins eru flest
týnd. Hins vegar er það engan veginn útilokað, að skræðan hafi heyrt
Skálholtskirkju til. En þá er það og víst, að hún hefur ekki verið
aðaltíðabókin á dómkirkjunni. Það sér á frágangi hennar. Enda er
það og gefið mál, að við margbrotnar lítúrgískar athafnir þurfi að
vera nægjanlegt magn handbóka fyrir þátttakendur. Nú hefur þessi
getgáta verið selt fram til að undirstrika það, að doktorsefni hefur
gert rétt í því að geta áskriftar Ólafs Árnasonar aðeins, án þess að
draga nokkrar ósannanlegar ályktanir af henni, heldur haldið sér
við hið venjulega álit.
Eigi að síður væri fróðlegt að halda þessu tafli áfram og spyrja
þess, hvers vegna þessum óskyldum broturn skuli hafa verið slengt
saman. Það má vera, að Gregoriusbænin hafi valdið því, þar sem
segir í eldri gerð Þorlákssögu, kap. 16, að hann söng Gregoriusbæn,
meðan hann klæddist. Líklegustu mennirnir til að muna eftir þessu
atriði eru, auk Árna Magnússonar sjálfs, þeir Brynjólfur biskup
Sveinsson og síra ]ón Erlendsson, sem skrifaði þá söguna upp, sem
aðrir gerðu reyndar einnig á 17. öld. Kver þessi hafa þá lent saman
vegna fornfræðaáhuga. Ummæli Árna um 241 virðast benda til þess,
að hann hafi ekki fengið brotin frá Skálholti; hins vegar gæti hann
bafa fengið þau hjá erfingjum síra Torfa Jónssonar í Gaulverjabæ,
erfingja Brynjólfs.
Enn má benda á eina skýringartilraun. Svo sem áður er nefnt, er
psaltarinn með sínum viðbótarköflum ætlaður til notkunar við tíða-
gerðina. Af einhverjum ástæðum hefur verið ákveðið að auka við
psaltarann. Blöðin, sem varðveitzt hafa, segja lítið annað en það, að
týnzt hafi framan og aftan við; cn hve mikið, er ekki vitað. En það