Íslenzk tunga - 01.01.1960, Page 96
94
DOKTORSVORN
verður að uiidirstrika, að það er hræmulegt rangneíni að kalla brotið
messusöngsbók. Messan er allt annað í eðli sínu en tíðagerðin. Tíða-
gerðin er sú eilífa bænariðja mannanna. Hið gamalkunna ora et
labora lýtur að því. Messan er hið daglega endurtekna undur, fórn
Krists á krossinum mönnunum til hjálpræðis, og breyting kvöld-
máltíðarefnanna gerir að verkum, að brauðið og vínið verða eins og
hjúpur yfir óendanlegum leyndardómum. Því er lítúrgísk uppbygg-
ing messunnar allt önnur en tíðagerðarinnar. I fullkomnu officiuin
eru vissulega fyrirmæli gagnvart messu dagsins, en þau lúta ein-
göngu að hinum breylilegu liðum hennar.
Urskurðarbréf Jóns Stefánssonar Krabbes 1464, sem doktorsefnið
réttilega leggur áherzlu á og vitnar til (bls. 70), er hin merkasta
heimild um það, að tíðasöngur í Skálholti hafi verið einmitt með
þeim hætti, sein Þorlákstíðir sýna.
Nú skal drepið á smælki.
Bls. 40 er drepið á möguleikann uin antifóna ad processioneni. í
Skálholli var það siður á Þorláksmessu á sumri að bera skrín úr
kirkju og um kirkjugarð, og kepptust menn um að ganga undir
skrínið. Ef til vill hefði átt að vísa til tíiskupasagna um þetta atriði.
Bls. 68, nmgr. 2, er tilgreind translatio secunda 1229. Hefði þá
mátt nefna, að sjö annálar tilgreina við árið 1292, að Þorlákur helgi
hafi þá verið skrínlagður, sennilega í sambandi við vígslu hinnar
nýju dómkirkju Staða-Árna, en í sögu hans, sem endar í miðju kafi
veturinn 1291, stendur (kap. 20), að hann hafi hafið mikið kórsmíð
einum 15 árum áður, 1277. 3. nmgr. á sömu síðu er óþörf af þeirri
einföldu ástæðu, að enda þótt Alexander III. páfi úrskurðaði 1170
— ekki 1172, eins og stendur í hinni prýðilegu heimild — að páfa-
stóllinn einn mætti laka menn í dýrlingatölu, þá var því ekki sinnt
betur en svo, að Innocent 111. varð að endurnýja úrskurðinn 1210,
en lengi var annarsstaðar í kristninni farið að eins og á íslandi.
Simon de Montfort, drepinn 1265, enski höfðinginn, fékk sérstakl
officium, þrátt fyrir andstöðu kúríunnar og var lengi tignaður. En
Tómas, hertogi af Lancaster, hálshöggvinn 1322, var einnig tign-
aður. Endanlegur úrskurður er fyrst fenginn 1634, en Urban VIII.