Íslenzk tunga - 01.01.1960, Side 97
doktorsvörn
95
varð þá að gera þá takmörkun, að sú tignun, er byggðist á almennu
samþykki, íornri venju, svo langt sem menn muna, eða á þegjandi
samþykki páíastólsins, væri undanþegin ákvæðum úrskurðarins.19
Og svo — og ekki sízt — er Þorláks getið að viðeigandi hætti í
Missale og Breviarium erkistólsins sjálfs, sem geíin voru út á prenti.
Athugun á atferli Guðmundar góða í Noregi, bls. 68—69, er skyn-
samleg og hárrétt.
Bls. 69 er enn fremur sagt, að Lbs. fragm. 25 hafi commemoratio
Lorláks á oktav Jóhannesar skírara hinn 1. júlí. Gjarnan hefði mátt
gela þess, að ordinatio, eða biskupsvígslan, er lilgreind í kalendarium
frá Vallanesi auk ártíðaskráa Vestfirðinga og Skinnastaðar hinn 2.
júlí, sem bendir til helgiathafnar þann dag.20 Því væri þess þegar
minnzt um kvöldið í vigiliunni hinn 1. júlí með órazíu, secreta og
postcommunio, en þær bænir þrjár finnast í brotinu bl. 2.
Á sörnu bls., 15. nmgr., hefði verið betra að geta þess, að Staðar-
hóls-, Skálholts- og Arnarbælisbækur Kristins réttar textans forna
hafa báða messudagana.21 Konungsbókartextinn og hin handritin
fjögur — kaflann vantar í Staðarfellsbók — lýsa ástandi fyrir 1237,
og atriðið er því tímasetning að einhverju leyti á aldri Konungs-
bókartextans. 1 sömu aths. hefði og mátt taka ordinatio abbatis, 24.
september, úr kalendarium frá Skinnastað.22 Reyndar er þessa getið
í ártíðaskránum, sem vitnað er til.
Það skal tekið fram, að athugasemd doktorsefnis um sérmerkingu
orðsins historia (bls. 70) er orðin til sjálfstætt og fyrr en grein H. B.
Nielsens birtist.23
I sambandi við heilagan Nikulás (bls. 71) má á það benda, að
10 Encyclopedia of Religion and Ethics, Vol. III (New York 1913), 209.
20Jón Þorkelsson, Islenzkar ártíðaskrár (Kaupmannahöfn 1893—96), 117,
133 og 172.
21 Grágás ejtcr det Arnamagnœanske Haandskrift Nr. 334 fol., Staðarhólsbók
(Kjpbenhavn 1879),39—40; Grágás. Stykker, som findes i det Arnamagnœanske
Baandskrift Nr. 351 fol. Skállioltsbók (Kjpbenhavn 1883), 33—34 og 176—177.
22 íslenzkar ártíðaskrár, 172.
23 Hans Bekker Nielsen, „Nova Historia Sancti Ambrosii," Maal og Minne,
1958, 8—14.