Íslenzk tunga - 01.01.1960, Side 98
96
DOKTORSVÖRN
Nikulás var sérlegur verndardýrlingur Oddaverja — eins og Þor-
lákur var biskup Oddaverja, þrátt fyrir árekstrana við Jón Loftsson.
Hann varð biskup fyrir þeirra tilstilli, og frændinn og Oddaverjinn
Páll biskup hóf hann i dýrlingatölu.24
í sambandi við heitiö Ethna á Heklu hefði mátt vísa til Dialoga
Gregoriusar.2Ö Því upprunaskýringarinnar er þar að leita.
Kaflinn um Arngrím ábóla er skarplegur og framsetningin skýr og
rétt. Meðferð doktorsefnisins á frásögnum heimildanna á atburðun-
um 1357—58 er gagnrýnin og Ijós og leiðir lil réttari skilnings
manna á þeim en hingað til hefur veriö. En gjarnan hefði hann mátt
benda á í niðurlaginu, að auk tækniorða Guðmundar sögu yngstn,
sbr. nmgr. 45, þá sýnir niöurlag sögunnar ótvíræða hæfileika og
þekkingu til að kompónera tilbrigði yfir. thema versiklans: Justus ut
palma jlorebit — sicut cedrus Libani multiplicabitur.
í fyrirsögninni bls. 77 stendur wortext, les worttext.
Að lokum skal tekið fram, að dóminikönsk áhrif á Islandi eru
stórum meiri en í Noregi. Mikilhæfustu biskuparnir á 14. og fram á
15. öld voru af þeirri reglu. Meðal annars var ein kirkja hér helguð
— m. a. að vísu — Dóminikusi, Kolbeinsstaðakirkja í Miklaholts-
hreppi. Máldagi hennar í Vilkinsbók ber það með sér, að hún hafi
verið endurbyggð og endurvígð að öllum líkindum á dögum Jóns
biskups Halldórssonar, prédikarabróður,20 og verndardýrlingar þeir,
er síðast eru taldir í röðinni, eru Domenicus og Katerina, óefað
Domingo Guzman og Katarína frá Siena. Og officia þeirra Doinini-
cusar og Péturs Martyrs eru skráð í spássíu orðubókanna AM 679
og 680 a, 4to, en Tómasar Akvínasar í 679.
En úr því að Vilkinsbók var nefnd, má minnast þessa ágæta pré-
dikarabróður og orða Nýja annáls um hann 1405: hann bygdi oc
sancti Thorlaks hojud medur klart silfur. oc lagdi sialjur þar ul j
haus helgann dom. hausinn heilann obrotinn.
-4 Sjá t. d. Sturlungu, Islendingasögu, kap. 39; Árna sögu biskups, kap. 11.
-5 Sbr. Kálfafellsbók, Leifar, 139.
20 Sbr. Dipl. Isl., IV (Kaupmannahöfn 1897), 180, borið saman við Dipl. Isl,
I (1857—76), 275.